Í dag var farið í að laga dýnurnar sem urðu fyrir vatnsskemmdum og verður svo farið í að setja splunkunýtt appelsínugult segl yfir þegar dýnunum hefur verið komið í lag. Töluðverð bleita var undir dýnunum og þurfti að henda slatta af þeim. Klifurhúsið fær fleiri dýnur frá Góða hirðinum strax eftir áramót og verður þá klárað að ganga frá. Þangað til veður bara hluti af veggjunum opinn. Hægt er að sjá opnunartímann yfir hátíðarnar á klifurhusid.is.
Veðrið fór varla fram hjá neinum í gærkvöldi. Stóru gluggarnir bakvið veggina í Klifurhúsinu þoldu augljóslega ekki þetta veður og fóru að mígleka með kvöldinu. Sem betur fer voru menn á staðnum sem tókst að redda málunum á frumlegan hátt.
Myndir frá Andra Már og Eyþór.
Með því að setja upp stórann plastdúk fyrir aftan vegginn tókst að leiða vatnstrauminn (sem var skuggalega mikill) í átt að brunastiganum þar sem komið var fyrir stórum fötum til að grípa vatnið.
Þessu hefur verið bjargað í bili og Klifurhúsið er í fínu lagi eftir nóttina. Það er þó augljóst að gera þarf við gluggana í húsinu og eflaust þakið líka.
Um helgina fara þau Ásrún Mjöll og Andri Már til Stokkhólms til að keppa í Norðurlandamóti sem verður haldið þar. Viðtal var tekið við meistarana í Ísland í dag (sjá link).
Eins og flest vita er 4. og síðasta klifurmót vetrarins næsta sunnudag sem er 3. apríl. Klifurmótið er auðvitað haldið í Klifurhúsinu.
Mótið fyrir yngri krakkana (12 ára og yngri) byrjar 14:00 og stendur í eina klukkustund. Þegar því móti er lokið byrjar mót fyrir eldra fólkið og það mót stendur yfir í tvær klukkustundir.
Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.
Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.
Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.
Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.
Dænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.
Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Klifurfélaga Reykjavíkur hélt á dögunum þriðja mótið í Íslandsmeistaramótaröðinni í Grjótglímu. Margir helstu klifrara landsins komu saman í Klifurhúsinu og spreyttu sig á 20 leiðum sem settar voru upp fyrir mótið. Síðasta mótið verður haldið 28. mars og er búist við skemmtilegri og spennandi keppni.
Mótin eru sett þannig upp að keppt er í þremur aldursflokkum og eru fyrir alla sem stunda klifur. Nánar um mótaröðina á heimasíðu Klifurhússins.
Í Klifurhúsinu er hægt að æfa grjótglímu og eru þykkar dýnur undir öllum veggjum þannig að nóg er að vera með klifurskó og kalkpoka. Þennan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum.
Til viðbótar við klifuraðstöðuna er lyftingaraðstaða þannig að þeir sem vilja lyfta með klifrinu þurfa ekki að fjárfesta í korti í ræktina líka. Einnig er þrekhjól, dýnur, teygjur og annað þess háttar á staðnum.
Klifurhúsinu selur flest allan búnað sem þarf til þess að stunda grjótglímu og sportklifur. Frekari upplýsingar um vöruúrvalið er að finna á hér.
Upplýsingar um verð og opnunartíma er hægt að sjá á síðu Klifurhússins.