Tag Archives: Klifurmót

Annað klifurmót vetrarins í KH

Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.

 

Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.

Sjá myndir.

Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti

Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti

Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti

Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti

Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Hraðaklifurmót á menningarnótt

Hér sést frækilegt heimsmet í HöfðatorgsklifriKlifurhúsið stendur fyrir hraðaklifurmóti á Höfðatorgsturninum á menningarnótt milli 14 til 16.

Skráning verður á staðnum og verða keppendur að geta bundið sig sjálfir og leitt, því ólíkt í fyrra verður leiðsluklifur núna en ekki ofanvað.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að mæta korter í tvö til að skrá sig.

Ekki þykir ólíklegt að sigurvegarar gangi frá þessu með fulla vasa af gulli auk frægðar og frama, og jafnvel bikar.

Íslandsmeistaramót 31. janúar

Klifurfélaga Reykjavíkur hélt á dögunum þriðja mótið í Íslandsmeistaramótaröðinni í Grjótglímu. Margir helstu klifrara landsins komu saman í Klifurhúsinu og spreyttu sig á 20 leiðum sem settar voru upp fyrir mótið. Síðasta mótið verður haldið 28. mars og er búist við skemmtilegri og spennandi keppni.

Mótin eru sett þannig upp að keppt er í þremur aldursflokkum og eru fyrir alla sem stunda klifur. Nánar um mótaröðina á heimasíðu Klifurhússins.

Skip to toolbar