Tag Archives: klifurveggur

Klifurveggurinn í Patreksfirði

Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og  mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.

Myndir komnar á fésið : )

Nýr klifurveggur í Þórshöfn

Nýr klifurveggur hefur verið settur upp í íþróttahúsinu í Þórshöfn. Veggurinn fékk eitt bil í íþróttahúsinu á milli tveggja límtrésbita sem mynda boga þaksins í íþróttahúsinu. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er möguleiki á því að lengja hann. Neðst niðri er veggurinn nánast lóðréttur en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar dregur. Ofarlega á veggnum er stór kassi með góðu þaki en þar getur björgunarsveitin æft björgunaraðgerðir eins og sprungubjörgun. Boltar og akkeri eru í veggnum þannig að bæði er hægt að æfa þar ofanvaðs- og sportklifur. 200 klifurgrip voru fengin frá Nicros í Bandaríkjunum til að setja á vegginn.

Friðfinnur Gísli Skúlason kom hugmyndinni af stað og fékk hjálp smiða til að setja vegginn upp en veggurinn var kostaður af Ungmennafélagi Langnesinga, Björgunsveitinni Hafliði og Langanesbyggð.

Hraðaklifurmót á menningarnótt

Hér sést frækilegt heimsmet í HöfðatorgsklifriKlifurhúsið stendur fyrir hraðaklifurmóti á Höfðatorgsturninum á menningarnótt milli 14 til 16.

Skráning verður á staðnum og verða keppendur að geta bundið sig sjálfir og leitt, því ólíkt í fyrra verður leiðsluklifur núna en ekki ofanvað.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að mæta korter í tvö til að skrá sig.

Ekki þykir ólíklegt að sigurvegarar gangi frá þessu með fulla vasa af gulli auk frægðar og frama, og jafnvel bikar.

Skip to toolbar