Tag Archives: sport climbing

Ein síðbúin

Leið 6
11m
Leiðin liggur upp fésið vinstra megin við áberandi sprungu (leið 7) á litlum tökum og jafnvægishreyfingum. Hliðrar eilítið til hægri yfir tæpt fés (ek) eftir að komið er yfir áberandi þversprungu, sameinast leið 7 fyrir ofan þakið

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Fýlupúki

Leiðina vantar á mynd, er á veggnum undir sunnanverðum brúarstöplinum („sunnan við brú” í leiðarvísi). Auðvelt er að síga niður að leiðinni úr akkeri í brúarstöplinum.

Gráða í leiðarvísi er röng, en leiðin er víst nær efri hlutanum á 5.10 (b-d). Þó er hægt að taka 5.12-legri útgáfu af leiðinni ef farið er beint upp og sprungan hægra megin ekki notuð.

Munnmælasögur herma að leiðin sé ekki alslæm, og fái minni athygli en hún verðskuldar.

Undir Brúnni

Leið 24 🙂 🙂 🙂
15m
Byrjar í lítilli geil þar sem klifrað er upp og til vinstri (ek). Þar tekur við léttara klifur upp að bröttu hafti. Þaðan taka við krefjandi hreyfingar (ek) upp að góðum gripum. Lokametrarnir farnir ýmist til vinstri upp brotið eða á köntum framhjá efsta boltanum (erfiðara).

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Karlinn í brúnni

Leið 23 🙂 🙂 🙂
13m
Sprungu fylgt upp að litlu þaki og er því fylgt til vinstri upp að gleiðri sprungu. Þar er klifrað upp á beittum flögum 4-5m (ek). Þaðan er auðveldara klifur á vösum og brúnum upp að brúarstöplinum. (5.10b-c)

Eftir Björn Baldursson og Árni G Reynisson,  ́95.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Stálhnefi

Leið 22
10m
Leiðin byrjar við h-jaðar stóru syllunnar í horni undir litlu þaki. Því er fylgt inn í þrönga gróf, upp fyrir þakið og þaðan upp.

Eftir Stefán S. Smárason og Björn Baldursson,  ́91.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Engin afsökun

Leið 20 🙂 🙂
11m
Tæknilegar hreyfingar upp stóra flögu að syllu. Upp gleitt horn með litlum gripum (ek) yfir að lítilli flögu. Léttara klifur á vösum og köntum upp á brún. (5.11a)

Eftir: Björn Baldursson og Stefán S. Smárason,  ́92.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Víga-Glúmur

Leið 15 🙂 🙂
5.10a/b, 14m
Nokkur afbrigði af fyrstu metrunum enda á flögum á horni. Þar taka við nokkrar tæpar hreyfingar (ek) á horni og fési þar til gripi á lítilli syllu er náð. Þaðan þægilegra klifur upp á stóra syllu og upp á brún. (5.10d).

Eftir Árni G .Reynisson og Björn Baldursson,  ́92.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Sófus

Leið 12 🙂 🙂
14m
Byrjað er upp af tveimur stórum steinum og er óljósri sprungu (ek) fylgt áleiðis upp að stórum flögum og syllum. Ofan syllanna tekur við sléttur veggur með spennandi krúxi upp á brún (ek).

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Skip to toolbar