Orðabók

English Íslenska Merking

CLIMBING

KLIFUR

Aid climbing ? Klifur þar sem notast er við búnað í stað handa til að komast á topp.
Big wall Fjölspannaklifur Klifurleið sem tekur margar línulengdir til að klára.
Boulder Grjótglíma Klifur þar sem notast er við dýnur til að verja fall.
Crack climbing Sprunguklifur Klifur eftir sprungu í vegg.
Deep water solo Vatnsklifur? Klifur þar sem vatn/sjór fyrir neðan klifurleiðina er eina trygging klifrarans.
Free solo Einklifur? Klifur án nokkurar tryggingar eða öryggis.
Highball Háglíma Grjótglímuleð sem fer það hátt upp að hætta getur stafað af.
Lead climbing Leiðsluklifur Form klifurs þar sem klifrari kemur fyrir tryggingum í klettinum á meðan er klifrað (dótaklifur) eða klippir línuna í búnað sem komið hefur verið fyrir í leiðinni (sportklifur).
Sport climbing Sportklifur Klifur þar sem notast er við reipi og annan búnað til að verja fall. Boltum (augum) hefur þá verið komið fyrir í veggnum.
Top rope Ofanvaður Tegund klifurs þar sem línan er tryggð í akkeri á toppi leiðar áður en byrjað er að klifra.
Traditional climbing Dótaklifur Tegund klifurs þar sem klifrari kemur sjálfur fyrir tryggingum í klettinum (oftast í sprungum).

HOLDS

GRIP

Campus ? Klifur þar sem einungis hendurnar eru notaðar.
Crimp Fingraklifur Lítil grip sem reyna mikið á fingurgómana.
Gaston ? Grip sem er bara gott ef haldið er í það frá hlið með olnbogann snúinn út frá líkamanum.
Jug Krús (juggari) Stór og djúp grip.
Match ? (matsa) Báðar hendur settar á sömu höldu.
Mono Puttahola Lítil hola þar sem er bara hægt að koma fyrir einum putta. Einnig til tveggja- og þriggja puttaholur.
Pinch Kreistugrip Grip sem er tekið um með fingrum og þumli.
Side pull Hliðargrip Lóðrétt grip sem er einungis hægt að halda í með því að toga til hliðar (eins og gaston en snýr akkúrat öfugt).
Sloper Ávalar höldur Sleip/slétt grip. Lófinn oft notaður til að halda gripi.
Undercling Undirtak Haldið í grip þar sem lófinn snýr upp.

MOVEMENT

HREYFING

Cross-over Krossa Fara með aðra hendina yfir hina til að ná í næstu festu.
Deadpoint ? Löng hreyfing án stökks þar sem mistök valda falli.
Drop knee ? Eftir að stigið er á fótfestu er fætinum snúið inn á við og hnéð beygt. Þannig er oft hægt að koma líkamanum nær veggnum svo hægt sé að ná í næstu festu.
Dyno Eðlustökk Þegar sá sem klifrar stekkur til að ná á milli gripa.
Flag Flagga Þegar fótur er settur út til að auka jafnvægi.
Heel hook Hælkrókur Hællinn settur á höldu og tekur þar með þyngd af höndunum. Yfirleitt notað í yfirhangi eða þaki.
Hip roll ? Mjöðminni snúið til hliðar til að koma henni nær veggnum og taka þannig þyngd af höndunum.
Knee-bar Hnélás Fótur og neðri hluti læris settur á milli tveggja flata þannig spenna myndast. Góð staða sem er oft gott að hvíla hendur í.
Lay back ? Þá eru fæturnir notaðir til að ýta líkamanum til hliðar svo hægt sé að halda í hliðargrip.
Lock Off Læsa Halda í grip með annarri hendi og toga upp með nógu miklum styrk til að geta fært hina hendina á næsta grip.
Mantle ? Þegar klifrað er upp á brún, svipað og þegar farið er upp úr sundlaug
Smear Smyrja Sólinn settur á steininn þar sem eru engin augljós fótstíg. Oft notað í slabb klifri.
Stem Strompklifur Líkamanum haldið upp með því að pressa höndum og/eða fótum í sinn hvorn vegginn sem eru á móti hvor öðrum eða mynda einhverskonar horn.
Step-trough Krossskref? Stigið inn á við fyrir framan fótinn sem stígur á vegginn. Oft notað í hliðrunum (traverse).
Swap feet Fótaskipti Skipt um fót á sömu fótfestu.
Top-out Toppa Þegar grjótglímuleið endar með því að klifrað er upp á steininn.
Traverse Hliðrun Þegar klifrað er til hliðar (ekki upp).
Twist lock ? Hreyfing mikið notuð í yfirhangs klifri. Þá er snúið upp á líkamann þannig að önnur öxlin fer fram en hin aftur og getur maður þannig náð að teygja sig lengra upp vegginn.

ACHIVEMENTS

AFREK

On-sight Beint af augum Klifra leið í fyrstu tilraun án þess að hafa fengið upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Flash Flassa Klifra leið í fyrstu tilraun með því að fá upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Redpoint Rauðpunkta Klifra leið eftir að hafa farið yfir hreyfingar eða fengið upplýsingar um leiðina.
Greenpoint Grænpunkta Klifra leið í ofanvaði.

CRAG

KLETTAR

Slab Slabb Aflíðandi klettur.
Vertical Lóðrétt Lóðréttur klettur.
Overhanging Yfirhangandi/slúttandi Yfirhangandi klettur.
Roof Þak Klettur sem er það mikið yfirhangandi að hann er láréttur

OTHER

ANNAÐ

Belayer Tryggjari Sá sem tryggir klifrarann með því að stjórna reipinu.
Brake hand Bremsuhendi Hönd tryggjara sem heldur klifurlínu öruggri.
Elvis leg Elvisinn Þegar fætur skjálfa óstjórnlega í klifri vegna mikillar áreynslu.
Beta ? Upplýsingar um hvernig á að klifra ákveðna klifurleið.
Krux Krúx Erfiðasti partur leiðar.
Pumped Pumpuð/pumpaður Líkamlegt ástand sem veldur minni styrk í framhandleggjum þegar verið er að klifra.
Clip Klippa Notað í sportklifri þegar línan er fest í karabínu eða tvist.
Problem Vandamál (probbi) Notað í grjótglímu um klifurleið.
Ground Brotlenda (gránda) Notað í sportklifri þegar klifrari dettur í jörðina áður en línan nær að grípa hann.

COMMANDS

SKIPANIR

Take! Taka! Þegar klifrari gefst upp og vill setjast í línuna.
? Slaka! Þegar klifrari vill fá meiri slaka á línuna.
Stone! Steinn! Öskra “STEEEEEINN” þegar þú setur af stað stein sem getur valdið öðrum hættu.
Rope! Lína! Öskra “LÍNA” þegar lína er hreynsuð úr leið.

Leave a Reply

Skip to toolbar