Verkur 6c 5.10d

Leið númer 3.

ATH: Langt er síðan að boltar hafa verið yfirfarnir og eru sennilega ekki í öruggu ástandi.

Fyrsta leiðin sem var boltuð á svæðinu. Langt á milli bolta en nothæfar sprungur fyrir hnetur ofarlega. 4 boltar

FF: Snævarr Guðmundsson, 1990

Crag Hnefi
Type sport

Hnefi

ATH boltun í Hnefa hefur ekki verið yfirfarin í mörg ár og eru boltar augu og akkeri sennilega ekki í öruggu ástandi! Þetta stendur til að laga.

Norðan Tíðaskarðs í Kjós er fjallið Hnefi. Um miðja vegu í fjallshlíðinni, sem snýr í norðvestur, er heillegt klettabelti þar sem klifraðar hafa verið 5 leiðir. Þær eru allar boltaðar og eru sigakkeri til staðar. Hæð bergsins er um 15m og eru leiðirnar ágæt tilbreyting frá Valshamri og Stardal. Bílum er hægt að leggja utan þjóðvegar 1 þar undir en um 20 mín. tekur að ganga upp að klettabeltinu. Þær byrja flestar undir þaki og eru erfiðleikar á bilinu 5.9-5.11d. Besti tími er seinni hluti dags en sólar gætir seint á berginu.

1. Spegillinn – 5.11d
2. Spegilbrotið – 5.10d
3. Verkur – 5.10d
4. Kattareggin – 5.10a
5. Nafnlausaleiðin – 5.9

Miðtindur Brunnhorns 5.5

Betri mynd tekin nær og mynd af norðurhliðinni óskast.

Leið upp norðurhliðina á miðtindi Brunnhorns. Klifrið byrjar í skarðinu á milli nyrðsta tindsins og miðtindsins.

Leiðin er 3 til 4 spannir að lengd. Þarna ku vera berg þokkalegt til klifurs en aðalerfiðleikarnir í klifrinu eru í síðustu spönn (3. gráða). Leiðin mun hafa verið hin skemmtilegasta að frátöldum fýlnum, sem mikið er af á þessum slóðum. Ferðin tók tæpa 5 tíma og gekk vel þrátt fyrir línuslit og rifbeinsbrot.

FF: Valdimar Harðarson, Guðni Bridde og Björgvin Richardsson, 1994

Crag Vestrahorn
Sector Brunnhorn
Type trad

Eltu hvítu kanínuna 6b 5.10a

Leið númer 26.

Leiðin byrjar á svipuðum slóðum og Smiðsauga, ferðast þaðan til hægri út að Giljagaur en stefnir svo beint upp. Þegar komið er upp undir 4. bolta og ekki sést í næsta bolta fyrir ofan, þá skal hliðra til vinstri og finnst þá boltinn inni í sprungunni vinstra megin.

Einnig er hægt að klifra áfram upp en þá er hliðrunin til vinstri ekki jafnörugg.

Leiðin heldur síðan áfram upp sprunguna aðeins til vinstri og nýtir einn bolta og akkerið úr Stór í Japan/Smiðsauga.

10 boltar og akkeri með hring. 26+m. 5.9/5.10a

Nafnið kemur frá holu sem klifrað er upp í í miðri leið og er tilvísun í Lísu í Undralandi.

FF: Robert Askew – 2019

Crag Búahamrar
Sector Kuldaboli
Type sport
Skip to toolbar