Frumburðurinn 6b+ 5.10b

Leið númer 1 á mynd. 11 metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Fyrsta leiðin sem gengið er að þegar komið er í gilið. Liggur frá vinstri juggara og upp til hægri í átt að akkeri. Endar í sama akkeri og Englaryk 5.9 og leiðirnar deila líka seinasta bolta fyrir akkerið.

(Bjarki Guðjónsson & Magnús Arturo Batista 2020)

Crag Munkaþverá
Sector Nýji sector
Type sport
First ascent
Markings

8 related routes

Frumburðurinn 6b+ 5.10b

Leið númer 1 á mynd. 11 metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Fyrsta leiðin sem gengið er að þegar komið er í gilið. Liggur frá vinstri juggara og upp til hægri í átt að akkeri. Endar í sama akkeri og Englaryk 5.9 og leiðirnar deila líka seinasta bolta fyrir akkerið.

(Bjarki Guðjónsson & Magnús Arturo Batista 2020)

Niður 6a 5.8

Leið 8 á mynd. 11metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Tæknilegir fætur og jafnvægi upp augljóst lóðrétt horn. Slabb tekur við (hægt að vera vinstri eða hægri sinnaður) upp að lokakaflanum sem er sá sami og í Ljósbrot. Skemmtilega öðruvísi leið en aðrar í Munkanum. Velta má fyrir sér nafninu Niður!

(Jón Heiðar Rúnarsson, 2019)

Súlur-Power 6b+ 5.10b

Leið númer 6 á mynd. 12m, 7 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana. Veisla af fjölbreyttum hreyfingum alla leið á topp. Létt yfirhangandi kaflar framhjá tveimur bumbum gerir leiðina spennandi í samfelldu klifri samkvæmt gráðunni. Góð leið.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, Magnús Arturo Batista & Victoria Buschman, 2019)

Ljósbrot 5b 5.6

Leið númer 7 á mynd. 11m, 8 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Ein af tveimur 5.6 leiðum í Munkanum. Hrun varð í klettunum árið 2013 og hrundi allstór kafli við leiðirnar Talía/Bókin sem skildi eftir sig stórt ljóst “sár” á veggnum. Talía og Bókin eru ekki samar eftir þetta en úr varð ný leið, “Ljósbrot”. Lóðrétt stór sprunga á góðum gripum og fótum, fer fyrir horn til hægri og upp. Fjölbreyttar hreyfingar alveg upp í akkeri.
(Bryndís Elva Bjarnadóttir & Magnús Arturo Batista, 2018)

Nýi sector eru leiðirnar frá vinstri að og með brotinu sem varð 2013. Á þessum kafla hafa bæst við 6 leiðir milli 2011-2019. Bókin/Talía er hvítmerkt til viðmiðunar en þær eru númer 1&2 í leiðarvísi fyrir eldra svæðið til hægri, sjá hér: https://www.klifur.is/problem/talia

  1. Frumburðurinn 5.10b
  2. Englaryk 5.9
  3. Tímaglasið 5.11a
  4. Róló 5.6
  5. Skurk 5.9
  6. Súlur-Power 5.10b
  7. Ljósbrot 5.6
  8. Niður 5.8

Skurk 6a+ 5.9

Leið númer 5 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Nefnd eftir hljómsveitinni sem Jón Heiðar leikur í. Skemmtilegt byrjunarkrúx sem reynir mikið á að setja þyngd á fæturna.

Róló 5b 5.6

Leið númer 4 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Frábær og breytileg létt leið.

Tímaglasið 6c+ 5.11a

Leið númer 3 á mynd

Slabb neðst, yfirhangandi probi efst.

Englaryk 6a+ 5.9

Leið númer 2 á mynd

Leave a Reply

Skip to toolbar