Munkaþverá

Munkaþverá er staðsett um 15 km. sunnan við Akureyri og er klifursvæðið ofan í gili fyrir neðan brúna. Í Munkaþverá er klifrað í sportklifri og dótaklifri og eru klettarnir frá 10 – 15 metra háir. Til er leiðarvísir af svæðinu sem er hægt að skoða með því að smella á linkinn hér að neðan.

Úr leiðarvísi:

Klifurleiðirnar í Munkanum eru af ýmsum gerðum og gráðum, en flestar einkennast þær af tæknilegu klifri í lóðréttum veggjum á köntum og í grunnum sprungum. Nokkrar leiðir fylgja alfarið sprungukerfum (Dóni, Góðir vinir, Hornið) og eru þær tryggðar á hefðbundinn hátt (dótaklifur) og stendur ekki til að bolta þær leiðir.

Nýji sector

Nýi sector eru nýjar leiðir lengst til vinstri í Munkaþverárgilinu eða fyrstu leiðirnar sem komið er að ef gengið er niður ofan í gilið. Hér voru áður leiðirnar Bókin, Talía og Létta leiðin. Fyrir nokkrum árum hrundi byrjunin úr þessum leiðum í vorleysingum. Nýja leiðin Ljósbrot fylgir Léttu leiðinni í seinni hluta en fer eftir splunku nýjum fyrri hluta.

1. Frumburðurinn 5.10b
2. Englaryk 5.9
3. Tímaglasið 5.11a
4. Róló 5.6
5. Skurk 5.9
6. Súlur-Power 5.10b
B/T. Bókin/Talía – 5.7/8
7. Ljósbrot 5.6
8. Niður 5.8

Gamli sector

Gamli sector er all hægra megin við hrunið sem varð úr Bókinni, Talíu og Léttu leiðinni. Hér er megnið af leiðunum á svæðinu.

4. Góðir vinir – 5.6 – Trad
5. Góðir vinir (agbrigði) – 5.6 – Trad
6. UV – 5.7
7. Stuð fyrir stutta – 5.9
8. Dóni – 5.7
9. Bláa ullin – 5.9
10. Hornið – 5.5 – Trad
11. Flögutex – 5.7 – Trad
12. Sófus – 5.8
13. Stóru mistökin (afbrigði) – 5.9
14. Stóru mistökin – 5.9
15. Víga-Glúmur – 5.10a/b (5.10d)
16. Sykurmoli – 5.10b
17. Kaldur sviti – 5.10d
18. Flöskuháls – 5.10d
19. Brjálæði – 5.12c (5.12d)
20. Engin afsökun – 5.10c (5.11a)
21. Björn járnhaus – 5.11b/c
22. Stálhnefi – 5.12a
23. Karlinn í brúnni 5.10a
24. Undir brúnni – 5.9
25. Þverárbardagi – 5.12d

Sunnan við brú

Mynd vantar af þessari stöku leið hinum megin við ána. Leiðin er á sumum stöðum skráð 5.12a og það er hægt að klifra útgáfu af leiðinni sem er í kringum þann erfiðleika.

1. Fýlupúki – 5.10b/c

Grjótglíma

Grjótglíman við Munnkaþverá saman stendur af einum stökum stein sem er uppi við verin, aðeins frá gilinu. Hér hafa verið klifraðar að minnsta kosti 7 leiðir. Þær eru frekar fá farnar vegna þess hve vinsælt er að fara frekar í sportklifrið ofan í gilinu.

1. Legs, hips and behind – 6b
2. Gott í þessu – 6b
3. Red stripe – 6a+
4. Afhverju borðar þú ekki surmat – 6b+
5. Tryggviprobin – 5c
6. One hand clapping – 6a+
7. Afhverju skrifar þú ekki súrmat með ú – 7a

Directions

Frá Akureyri er keyrt yfir á Eyjarfjarðarbraut eystri og er þá ágætt að fara yfir Leirubrúna. Ekið er suður með Eyjarfjarðarbraut eystri þar til komið er að Múnkaþverá. Klifursvæðið er norðan meginn við ána.

Map

Comments

  1. Pingback: Akureyri | Ísalp

Leave a Reply

Skip to toolbar