Munkaþverá

Munkaþverá er staðsett um 15 km. sunnan við Akureyri og er klifursvæðið ofan í gili fyrir neðan brúna. Í Munkaþverá er klifrað í sportklifri og dótaklifri og eru klettarnir frá 10 – 15 metra háir. Til er leiðarvísir af svæðinu sem er hægt að sækja hér til hliðar.

Úr leiðarvísi:
Klifurleiðirnar í Munkanum eru af ýmsum gerðum og gráðum, en flestar einkennast þær af tæknilegu klifri í lóðréttum veggjum á köntum og í grunnum sprungum. Nokkrar leiðir fylgja alfarið sprungukerfum (Dóni, Góðir vinir, Hornið) og eru þær tryggðar á hefðbundinn hátt (dótaklifur) og stendur ekki til að bolta þær leiðir. Fjölmargar leiðir í Munkanum eru frábærar og er hiklaust hægt að mæla með eftirfarandi leiðum:

  • Karlinn í brúnni
  • Stóru mistökin
  • Undir brúnni
  • Sófus
  • UV

Directions

Frá Akureyri er keyrt yfir á Eyjarfjarðarbraut eystri og er þá ágætt að fara yfir Leirubrúna. Ekið er suður með Eyjarfjarðarbraut eystri þar til komið er að Múnkaþverá. Klifursvæðið er norðan meginn við ána.

Map

Comments

  1. Pingback: Akureyri | Ísalp

Leave a Reply

Skip to toolbar