Tag Archives: climbing

Sírenur

Leið 14
17m
Sprunga, hægra megin við stóra þakið. Er nú boltuð, bryjað var að bolta hana fyrir nokkrum árum en var ekki klárað. Nú hefur þessu verki verið lokið og eru menn sammála um að hér sé hin frábærasta leið á ferð.

Árni Gunnar Reynisson og Björn Baldursson, 1995

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Draumaland

Leið 13
10m
Í þessu afbrigði er notast við tök á hliðarköntum þaksins en þannig var leiðin ekki hugsuð upphaflega þegar Björn Baldursson byrjaði að vinna í henni. Æðisleg leið. Grjótglímugráða 6c+ væri kannski betri flokkun á leiðinni.

Elmar Orri Gunnarsson, 2007

Draumaland byrjar í videoi á 2:40

Alt beta hjá Dodda í seinni myndbandi.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Sundlaugarpartý

Leið 7 – 5.12a – 26m

Var fyrst klifruð sem dótaleið í tveimur spönnum af Birni Baldurssyni og Stefáni S. Smárasyni 1996. Þeir gáfu leiðinni nafnið Fenjasprungan.

Í leiðinni eru tvö krux. Eitt kemur snemma í leiðinni þar sem maður þarf bara að treysta á gripin. Það seinna er meira pumpu krux, ekki svo erfitt ef maður klifrar það ferskur. Eftir það kemur góð hvíld. Er kannski 5.11d fyrir risa. Fyrirtaksleið!

Hjalti Rafn Guðmundsson, 2007

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Skip to toolbar