Tag Archives: bjarkarlundur

Sumar í Vaðalfjöllum

Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.

Continue reading

Vaðalfjöll flottasta svæðið

Ásrún klifrar í VaðalfjöllumMikið var klifrað um helgina í Vaðalfjöllum. Dótaklifur hefur lengi verið stundað á hrauntappanum en nýlega hafa klifrarar farið að stunda þar grjótglímu og hafa nú verið klifraðar þar um 30-40 grjótglímuleiðir. Eru klifrarar almennt sammála um það að Vaðalfjöll sé eitt flottasta grjótglímusvæðið á Íslandi.

Grjótglímusvæðið er við rætur stærsta hrauntappans í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Tveir aðrir hrauntappar eru í nágrenninu en þeir eru kallaðir Litla- og Stóra Búrfell en á Stóra-Búrfelli er einnig möguleikar á nokkrum línum. Grjótglímusvæðið er vestan megin á Vaðalfjöllum og skiptist í 6 svæði. Hægt er að stunda þar klifur jafnvel þó að það rigni vegna mikils yfirhangs.

 

Hægt er að skoða myndir frá helginni og einnig hægt að sækja myndir af klettunum í Steinabankanum.

Skip to toolbar