Tag Archives: Bouldering

East-Side Part 2

Part two of this short bouldering series. Vestrahorn and hnappavellir are located on the south east coast line here in iceland. A good summer destination if your looking for a place to travel to for climbing during june to august. You know, if you have a connecting flight in keflavik airport then by extending your stay here by just a couple of days and climbing here will not give you any regrets 😉

Annar kafli sem sýnir meira af grjótglímu sem vestrahorn og hnappavellir innihalda. Það er svo míkið sem hægt er að gera þarna í skriðum og fjörum vestrahorns, þú munt ekki sjá eftir því að renna við þótt maður þarf að bruna framhjá hnappavöllum.

Peace.

Austur-Klofningur

Við fórum tveir félagar frá Laugarvatni að skoða nýtt grjótglímusvæði staðsett á Miðdalsfjalli rétt fyrir ofan Laugarvatn. Leiðin lá upp jeppaslóða við Miðdal og er svæðið um fimm kílómetra frá afleggjaranum. Slóðinn er frekar leiðinlegur en þokkalegur jepplingur ætti að ráða við hann.

Svæðið er klettabelti sem liggur skammt frá Gullkistunni, sem er lítill áberandi hnúkur ofan á Miðdalsfjalli, sem geymir eina boltaða leið, Jómfrúin (5,5). Lendingin undir flestum leiðum er þokkaleg en stundum mikill halli og eitthvað um stóra grjóthnullunga. Grjótið er sumstaðar mjög hvasst, hálfgjört hraun, og lítið viðnám í því.

Við fundum einn stakan stein á svæðinu og glímdum við hann, ásamt því að kíkja á skemmtilegt yfirhang í klettabeltinu. Fjölmargar leiðir litu dagsins ljós og enn fleiri “projekt”. Það verður án efa glímt við svæðið aftur á næstunni.

Skip to toolbar