Tag Archives: Eldgos

Eldgos og aska

Að sögn bænda á Hnappavöllum er grátt yfirlitum og mistur í lofti. Skyggnið er um 1,5 km og vindur þó nokkur.  Aðstæður eru ekki eins slæmar og á milli Klausturs og Freysnes. Ekki er vitað til þess að klifrarar hafi verið á staðnum þegar eldgosið hófst en flugbjörgunarsveit var þar við æfingar. Það má búast við áhrifum eldgossins í einhvern tíma og hugsast getur að klifrarar eyði sumrinu í að blása burt ösku úr klifurleiðum en við vonum auðvitað hið besta.

Annnars fór sumarið á Hnappavöllum vel af stað og um síðustu helgi voru þar um 12 manns.

Skip to toolbar