Tag Archives: esja

Stúkan

Leið 7 (vinstri lína) 🙂 🙂 🙂
20m
Farið uppundir augljóst þak (EK) og sveigt til h. Þaðan er skemmtilegri sprungu fylgt upp á topp.

Snævarr Guðmundsson, Torfi Hjaltason, ́79

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Leikvöllurinn

Leið 2 🙂
5.2-5.6
Nokkur afbrigði. Auðveldasta leiðin er upp á lága syllu, beint upp sléttan vegg (5-6m), til h yfir í næstu sprungu og síðan beint af augum. Erfiðasta leiðin er beint upp vegginn að og upp á syllu og örlítið til v upp.

Björn Vilhjálmsson, Einar Steingrímsson , ́78

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Stardalur

Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.

Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.

Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum  Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.

kort
Sectorar í Stardal

Skip to toolbar