Tag Archives: göng

Ísafjörður

Klifursvæðin í kringum Ísafjörð eru nokkur en hafa mjög gott af frekari skráningu þar sem að af nægu er að taka og bergið almennt fastara í sér heldur í kringum Reykjavík. Helstu svæðin í kringum Ísafjörð eru: 

Arnarneshamar
Sauratindar
Naustahvilft
Kirkjubólshvilft

Í kringum Ísafjörð er einnig mikið af skráðu vetrarklifri. Naustahvilft, Kirkjubólshvilft, Súðavíkurhamrar, Óshlíð og fleiri og fleiri. Nánari upplýsingar um vetrarklifur í Ísafjarðardjúpi má finna á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins

Arnarneshamar

Í Arnarneshömrum eru fimm boltaðar leiðir. Bergið lýtur út fyrir að vera laust í sér en er rock solid Ísafjarðarmegin en er aðeins lausara í einu leiðinni sem er Súðavíkurmegin.

Fínasta klifur í mikilli nálægð við sjóinn. Leiðirnar hefðu gott af meiri umferð til að ná að hreinsa betur alskonar gróður úr leiðunum. Einhver augu fara að koma á endurnýjunartíma.

Gaman að nefna að göngin sem liggja í gegnum Arnarneshamra eru þau elstu á Íslandi.

 

  1. Skutull – 6a+
  2. Álft – 6a+
  3. Seyði – 5c
  4. Hestur – 5c
  5. Skata – 6b

Sauratindar

Back to top

Í Sauratindum eru fjórar klifraðar leiðir og eru tvær af þeim boltaðar á meðan hinar eru klifraðar í dóti. Boltuðu leiðirnar eru tveggja spanna og um 60m langar. Mælum við með því að þeir sem heimsækja þetta svæði klifri upp á klettana og skrifi afrek sín í gestabók. Gestabókin er í vörðu rétt fyrir ofan klettana.

Upprunalega voru það Ísfirðingar sem fóru fyrst að klifra á þessu svæði. Árið 1995 opnuðu drengirnir Eiríkur Gíslason, Hörður Harðarson , Ólafur Th Árnason og Ragnar Þrastarson fyrstu leiðina. Árið 1997 boltuðu Árni Gunnar, Gregory , Jökull bergmann og Rúnar Óli tvær leiðir, nefnist sú austari Prima Noche (5.9). Dagur Halldórs og Stefán Steinar voru skammt undan þetta sumar og opnuðu seinni dótaleiðina , City Slickers (5.7/5.8).

Þetta svæði bíður upp á mikla möguleika og væri gaman að sjá fleiri gera sér ferð þangað uppeftir og setja upp nýjar leiðir.

Viljum við minna sérstaklega á að hjálmar eru nauðsynlegir á þessu svæði og ef fólk ætlar þangað að vetri til ber að kanna snjóflóðahættu!

1. Fyrsta – 5.8/9 – Trad
2. Prima Noche – 5.9 – Sport
3. Önnur – 5.8/9 – Sport
4. City Slackers – 5.7/5.8 – Trad

Naustahvilft

Back to top

Naustahvilft er sætið í fjallinu fyrir ofan Eyrina á Ísafirði. Á veturna myndast mikill ís sem snýr í norður og helst í aðstæðum mest allan veturinn. Sjá nánar á isalp.is. Hvað klettaklifur varðar, þá eru stórir og stæðilegir steinar í botninum á hvilftinni og hefur eitthvað verið stundað af grjótglímu þar.

Kirkjubólshvilft

Back to top

Kirkjubólshvilft er næsta hvilft inn fjörðinn á eftir Naustahvilft. Af sama skapi myndast líka ís í hvilftinni sem má skoða betur á isalp.is og þarna hefur verið stunduð einhver grjótglíma þó svo að þar séu ekki alveg jafn margir steinar eins og í Naustahvilft.

Back to top
Skip to toolbar