Tag Archives: ísklifur
Ferð til Kanada og Ameríku
Vinirnir Ásbjörn, Róbert, Daníel, Ingvar og Rannveig komu á dögunum úr hetjuferð sinni til Kanada og Ameríku. Hópurinn sem var styrktur af fyrirtækjum og félögum lagði af stað 4. janúar síðastliðinn og kom heim til Íslands í lok apríl.
Ferðin byrjaði í Seattle í Bandaríkjunum. Þar verslaði hópurinn sér bíl sem var svo ekið til Kanada þar sem var skíðað og ísklifrað. Eftir þriggja mánaða veru í Kanada var svo haldið til Ameríku þar sem var meðal annars klifrað í Joshua Tree og Red Rocks.
Áður en lagt var af stað í ferðina kom hópurinn sér upp heimasíðu þar sem er hægt að lesa um ferðina og skoða flott video sem þau settu inn.
Smella hér til að sjá nánar úr ferð.