Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.
Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina [i]Vippan[/i] og hefur fengið nafnið [i]Testósterón jóga[/i]. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, [i]Hornafræði alþýðunnar[/i], er hægra megin (austan) við leiðina [i]Sóley[/i] og er ca. 5.9.
Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.
Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina Vippan og hefur fengið nafnið Testósterón jóga. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, Hornafræði alþýðunnar, er hægra megin (austan) við leiðina Sóley og er ca. 5.9.