Tag Archives: Jósepsdalur

Andri og Egill í Jósepsdal

Rakst á þetta 10 mánaða gamla myndband á Vimeo síðunni hans Andra. Andri, skammastu þín fyrir að pósta þessu ekki á Klifur.is!

Texti með myndbandi:
A short and simple video from a trip I and my friend Egill went on to Jósepsdalur, a bouldering area close to Reykjavík, Iceland.

We managed to open 2 new boulderproblems on this trip, Svifflugan and Mikið mál fyrir Jón Pál. The later one is an elimination of a previously climbed problem called Ekkert mál fyrir Jón Pál. All the problems in this video were climbed by the both of us.

Í Jósepsdalnum

Eitt af félögunum Valda og Kristó að pumpa byssurnar í Jósepsdalnum. Þeir klifra þrjár klassískar Jósepsdals leiðir og þar að auki 2 nýjar leiðir, Lanos Panos og Analsugan Vol 3 og 1/2. Mission fyrir sumarið?

Leiðir klifraðar:

  • Hallamálið 6c
  • Ekker mál fyrir Jón Pál 7a
  • Lanos Panos 7a
  • Draumadísin 6c+
  • Analsugan Vol 3 og 1/2 7a

Glænýtt myndband úr Jósepsdal

Vinur okkar Jonatan Van Hove hefur sett saman annað klifurmyndband en hann er sá sem setti saman myndbandið af steininum hjá Munkaþverá.

Það er alltaf hressandi að skella sér í Jósepsdalinn. Ef þið eruð að hugsa um að kíkja er gott að hafa í huga að til þess að komast alla leið þar helst að vera á jeppa eða á þokkalega háum bíl. Það er hægt að komast að brekkunni sem fer upp og inn í dalinn en það er ekki ráðlagt að fara lengra á fólksbíl. Það kemur smá slæmur kafli snemma á veginum hjá krossbrautinni en þar er hægt að fara út af veginum til vinstri á aðeins betri slóða.

Kisi
Úthorn
Jósefsdalur er ekki til

Ég veit ekki með ykkur en ég er búinn að fara út að klifra, TVISVAR!

Vatn í JósepsdalHeilmiklar leysingar hafa átt sér stað í Jósepsdal að undanförnu og er allur snjór að hörfa þaðan svo hratt að hyldjúpt stöðuvatn hefur myndast. Þetta er ekkert grín og er myndin til að sanna það!

Orsök þessa er sú að sólin er farin að vera til kl 8 á kvöldin og veðrið hefur bara verið hið spakasta! Það lítur allt út fyrir að það verði svona áfram ef eitthvað má marka jákvæðisspá klifur.is. Mælum við með því að fólk fari nú að drattast á hin og þessi klifursvæði og láti til sín taka!

Skip to toolbar