English | Íslenska | Merking |
CLIMBING |
KLIFUR |
|
Aid climbing | ? | Klifur þar sem notast er við búnað í stað handa til að komast á topp. |
Big wall | Fjölspannaklifur | Klifurleið sem tekur margar línulengdir til að klára. |
Boulder | Grjótglíma | Klifur þar sem notast er við dýnur til að verja fall. |
Crack climbing | Sprunguklifur | Klifur eftir sprungu í vegg. |
Deep water solo | Vatnsklifur? | Klifur þar sem vatn/sjór fyrir neðan klifurleiðina er eina trygging klifrarans. |
Free solo | Einklifur? | Klifur án nokkurar tryggingar eða öryggis. |
Highball | Háglíma | Grjótglímuleð sem fer það hátt upp að hætta getur stafað af. |
Lead climbing | Leiðsluklifur | Form klifurs þar sem klifrari kemur fyrir tryggingum í klettinum á meðan er klifrað (dótaklifur) eða klippir línuna í búnað sem komið hefur verið fyrir í leiðinni (sportklifur). |
Sport climbing | Sportklifur | Klifur þar sem notast er við reipi og annan búnað til að verja fall. Boltum (augum) hefur þá verið komið fyrir í veggnum. |
Top rope | Ofanvaður | Tegund klifurs þar sem línan er tryggð í akkeri á toppi leiðar áður en byrjað er að klifra. |
Traditional climbing | Dótaklifur | Tegund klifurs þar sem klifrari kemur sjálfur fyrir tryggingum í klettinum (oftast í sprungum). |
HOLDS |
GRIP |
|
Campus | ? | Klifur þar sem einungis hendurnar eru notaðar. |
Crimp | Fingraklifur | Lítil grip sem reyna mikið á fingurgómana. |
Gaston | ? | Grip sem er bara gott ef haldið er í það frá hlið með olnbogann snúinn út frá líkamanum. |
Jug | Krús (juggari) | Stór og djúp grip. |
Match | ? (matsa) | Báðar hendur settar á sömu höldu. |
Mono | Puttahola | Lítil hola þar sem er bara hægt að koma fyrir einum putta. Einnig til tveggja- og þriggja puttaholur. |
Pinch | Kreistugrip | Grip sem er tekið um með fingrum og þumli. |
Side pull | Hliðargrip | Lóðrétt grip sem er einungis hægt að halda í með því að toga til hliðar (eins og gaston en snýr akkúrat öfugt). |
Sloper | Ávalar höldur | Sleip/slétt grip. Lófinn oft notaður til að halda gripi. |
Undercling | Undirtak | Haldið í grip þar sem lófinn snýr upp. |
MOVEMENT |
HREYFING |
|
Cross-over | Krossa | Fara með aðra hendina yfir hina til að ná í næstu festu. |
Deadpoint | ? | Löng hreyfing án stökks þar sem mistök valda falli. |
Drop knee | ? | Eftir að stigið er á fótfestu er fætinum snúið inn á við og hnéð beygt. Þannig er oft hægt að koma líkamanum nær veggnum svo hægt sé að ná í næstu festu. |
Dyno | Eðlustökk | Þegar sá sem klifrar stekkur til að ná á milli gripa. |
Flag | Flagga | Þegar fótur er settur út til að auka jafnvægi. |
Heel hook | Hælkrókur | Hællinn settur á höldu og tekur þar með þyngd af höndunum. Yfirleitt notað í yfirhangi eða þaki. |
Hip roll | ? | Mjöðminni snúið til hliðar til að koma henni nær veggnum og taka þannig þyngd af höndunum. |
Knee-bar | Hnélás | Fótur og neðri hluti læris settur á milli tveggja flata þannig spenna myndast. Góð staða sem er oft gott að hvíla hendur í. |
Lay back | ? | Þá eru fæturnir notaðir til að ýta líkamanum til hliðar svo hægt sé að halda í hliðargrip. |
Lock Off | Læsa | Halda í grip með annarri hendi og toga upp með nógu miklum styrk til að geta fært hina hendina á næsta grip. |
Mantle | ? | Þegar klifrað er upp á brún, svipað og þegar farið er upp úr sundlaug |
Smear | Smyrja | Sólinn settur á steininn þar sem eru engin augljós fótstíg. Oft notað í slabb klifri. |
Stem | Strompklifur | Líkamanum haldið upp með því að pressa höndum og/eða fótum í sinn hvorn vegginn sem eru á móti hvor öðrum eða mynda einhverskonar horn. |
Step-trough | Krossskref? | Stigið inn á við fyrir framan fótinn sem stígur á vegginn. Oft notað í hliðrunum (traverse). |
Swap feet | Fótaskipti | Skipt um fót á sömu fótfestu. |
Top-out | Toppa | Þegar grjótglímuleið endar með því að klifrað er upp á steininn. |
Traverse | Hliðrun | Þegar klifrað er til hliðar (ekki upp). |
Twist lock | ? | Hreyfing mikið notuð í yfirhangs klifri. Þá er snúið upp á líkamann þannig að önnur öxlin fer fram en hin aftur og getur maður þannig náð að teygja sig lengra upp vegginn. |
ACHIVEMENTS |
AFREK |
|
On-sight | Beint af augum | Klifra leið í fyrstu tilraun án þess að hafa fengið upplýsingar um leiðina fyrirfram. |
Flash | Flassa | Klifra leið í fyrstu tilraun með því að fá upplýsingar um leiðina fyrirfram. |
Redpoint | Rauðpunkta | Klifra leið eftir að hafa farið yfir hreyfingar eða fengið upplýsingar um leiðina. |
Greenpoint | Grænpunkta | Klifra leið í ofanvaði. |
CRAG |
KLETTAR |
|
Slab | Slabb | Aflíðandi klettur. |
Vertical | Lóðrétt | Lóðréttur klettur. |
Overhanging | Yfirhangandi/slúttandi | Yfirhangandi klettur. |
Roof | Þak | Klettur sem er það mikið yfirhangandi að hann er láréttur |
OTHER |
ANNAÐ |
|
Belayer | Tryggjari | Sá sem tryggir klifrarann með því að stjórna reipinu. |
Brake hand | Bremsuhendi | Hönd tryggjara sem heldur klifurlínu öruggri. |
Elvis leg | Elvisinn | Þegar fætur skjálfa óstjórnlega í klifri vegna mikillar áreynslu. |
Beta | ? | Upplýsingar um hvernig á að klifra ákveðna klifurleið. |
Krux | Krúx | Erfiðasti partur leiðar. |
Pumped | Pumpuð/pumpaður | Líkamlegt ástand sem veldur minni styrk í framhandleggjum þegar verið er að klifra. |
Clip | Klippa | Notað í sportklifri þegar línan er fest í karabínu eða tvist. |
Problem | Vandamál (probbi) | Notað í grjótglímu um klifurleið. |
Ground | Brotlenda (gránda) | Notað í sportklifri þegar klifrari dettur í jörðina áður en línan nær að grípa hann. |
COMMANDS |
SKIPANIR |
|
Take! | Taka! | Þegar klifrari gefst upp og vill setjast í línuna. |
? | Slaka! | Þegar klifrari vill fá meiri slaka á línuna. |
Stone! | Steinn! | Öskra “STEEEEEINN” þegar þú setur af stað stein sem getur valdið öðrum hættu. |
Rope! | Lína! | Öskra “LÍNA” þegar lína er hreynsuð úr leið. |