Tag Archives: klifurveggir

Þórshöfn

Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.

Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.

Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.

Opnunartími

Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00

Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað

Verð

Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Klifurhúsið

Heimilisfang: Ármúla 23
Sími: 553-9455
Heimasíða www.klifurhusid.is
Netfang: klifurhusid@klifurhusid.is

Í Klifurhúsinu er hægt að æfa grjótglímu og eru þykkar dýnur undir öllum veggjum þannig að nóg er að vera með klifurskó og kalkpoka. Þennan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum.

Til viðbótar við klifuraðstöðuna er lyftingaraðstaða þannig að þeir sem vilja lyfta með klifrinu þurfa ekki að fjárfesta í korti í ræktina líka. Einnig er þrekhjól, dýnur, teygjur og annað þess háttar á staðnum.

Klifurhúsinu selur flest allan búnað sem þarf til þess að stunda grjótglímu og sportklifur. Frekari upplýsingar um vöruúrvalið er að finna á hér.

Upplýsingar um verð og opnunartíma er hægt að sjá á síðu Klifurhússins.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Skip to toolbar