Tag Archives: Laugarvatn

Klifur í Háskóla Íslands á Laugarvatni

Við Háskóla Íslands á Laugarvatni er kenndur klifuráfangi þar sem farið er í helstu grunnatriði klifurs. Í haust hafa nemendur verið duglegir að klifra og heimsótt helstu klifursvæðin á  suðvesturhorninu, Valshamar, Stardal og Hvanngjá á Þingvöllum.

Hápunktur áfangans var svo helgarferð á Hnappavelli 17-19. september. Þar var klifrað frá föstudegi fram á nótt til sunnudags. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og klifraðar leiðir voru til dæmis Grámosinn glóir 5.4, Góð byrjun 5.5, Músastiginn 5.6, Páskaliljur 5.7, Þetta eru fífl Guðjón 5.8, Stefnið 5.9 og Can Can 5.10b.

Eitthvað var reynt við grjótglímu en þar sem fæstir höfðu komið á Hnappavelli áður vantaði tilfinnanlega leiðarvísi fyrir grjótglímu á Hnappavöllum. Þó var ein ný “grjótglímuleið” klifruð þess helgi, F-16.

Aðstaðan á Hnappavöllum er til fyrirmyndar og tóftin kom að góðum notum þegar kólna fór á kvöldin. Veðrið þess helgi var líka alveg til fyrirmyndar, logn og glampandi sól.

Austur-Klofningur

Við fórum tveir félagar frá Laugarvatni að skoða nýtt grjótglímusvæði staðsett á Miðdalsfjalli rétt fyrir ofan Laugarvatn. Leiðin lá upp jeppaslóða við Miðdal og er svæðið um fimm kílómetra frá afleggjaranum. Slóðinn er frekar leiðinlegur en þokkalegur jepplingur ætti að ráða við hann.

Svæðið er klettabelti sem liggur skammt frá Gullkistunni, sem er lítill áberandi hnúkur ofan á Miðdalsfjalli, sem geymir eina boltaða leið, Jómfrúin (5,5). Lendingin undir flestum leiðum er þokkaleg en stundum mikill halli og eitthvað um stóra grjóthnullunga. Grjótið er sumstaðar mjög hvasst, hálfgjört hraun, og lítið viðnám í því.

Við fundum einn stakan stein á svæðinu og glímdum við hann, ásamt því að kíkja á skemmtilegt yfirhang í klettabeltinu. Fjölmargar leiðir litu dagsins ljós og enn fleiri “projekt”. Það verður án efa glímt við svæðið aftur á næstunni.

Laugarvatn

Heimilisfang: Lindarskógur 1
Sími: 862-5614
Netfang: smari@hi.is

Nemendur við menntaskólann og háskólann á Laugarvatni hafa æfingaraðstöðu í björgunarsveitarhúsinu Lindarskógi 1. Veggurinn er 6-7 metra hár og þar er stunduð grjótglíma og eru dýnur undir öllum veggjum. Einnig er möguleiki að klifra í ofanvaði. Klifurskó og kalk verður maður að koma með sjálfur.

Umsjónarmaður veggjarins er Smári, sími: 862-5614.

Opnunartími

Vetur:
Mánudaga og fimmtudaga 16-18 eða hafa samband við umsjónarmann.

Sumar:
Leitið upplýsinga til umsjónarmanns

Verð

1 skipti: 500 kr.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Skip to toolbar