Tag Archives: námskeið

Klifurnámskeið á Hnappavöllum

Evrópa unga fólksinsÞann 12. til 17. ágúst var haldið klifur og útivistarnámskeið á Hnappavöllum, styrkt af Evrópu unga fólksins. Til að byrja með voru sjö klifrarar skráðir en á öðrum degi slóst sá áttundi í hópinn. Veðrið lék við hópinn allan tímann og allir völdu sér leið til að vinna í yfir námskeiðið. Öllum krökkunum gekk vel klifrið og þurftu flestir að velja sér oftar en einu sinni nýtt verkefni þar sem það fyrra var klárað með stæl. Það ber að nefna tvö afrek sem voru unnin á námskeiðinu; Guðmundur fór Miklagljúfur 5.11a og Bryndís klifraði Janus 5.10a. Allir á námskeiðinu lærðu grunnatriðin í línuklifri eins og að tryggja, þó svo að margir hafi kunnað það fyrir, ásamt því að þræða akkeri.

Ævintýraleg ferð var farin í sund á Höfn og einnig út í skipsflak sem niðri við sjóinn sunnan af Hnappavöllum. Mikill áhugi var fyrir grjótglímu í hópnum og bjuggu klifrararnir til nokkrar nýjar þrautir. Allir skemmtu sér konunglega og vildu flestir koma aftur að ári ef það væri í boði.

Klifurveggurinn í Patreksfirði

Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og  mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.

Myndir komnar á fésið : )

Sportklifur

Sportklifur

Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.

Búnaður

Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigri

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.

Námskeið

Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Skip to toolbar