Tag Archives: slysahætta

Endalok Strandgötu

Mynd: Heiðar ÞórKlettabeltið við Strandgötu í Hafnarfirði hefur verið rifið niður. Framkvæmdir hófust í dag um hádegi og var þá byrjað að brjóta niður klettana með fleyg á beltisgröfu. Heiðar Þór fór á svæðið í dag og talaði við vinnumenn á svæðinu og sögðu þeir ástæðuna fyrir framkvæmdunum vera slysahætta, að þetta væri allt saman að losna.

Mikil eftirsjá er eftir þessu klifursvæði þó svo það hafi ekki verið stórt. Á svæðinu voru nokkrar góðar klifurleiðir og þar með Reykjavíkurperlan (7a), ein flottasta leið höfuðborgarsvæðisins. Þar að auki var klifursvæðið á góðum stað í hjarta Hafnarfjarðar.

Reykjavík Boulder leiðarvísirinn sem hefur verið í vinnslu síðan síðasta sumar var væntanlegur í næstu viku en hefur nú verið frestaður þar sem klifursvæðið á Strandgötu var tekið fyrir í honum. Hægt er að ná í Strandgötusíðurnar úr leiðarvísinum hér fyrir neðan.

Strandgata PDF

Skip to toolbar