Tag Archives: Steinar

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Hugmyndir frá Selfossi

Í sumar voru klifuráhugamenn frá Selfossi að skoða stóra steinhnullunga sem voru í námu þar skammt frá. Sú hugmynd kom upp að flytja steinana frá námunni í Selfoss og koma þeim þannig fyrir að gott væri að stunda grjótglímu í þeim. Nokkur alvara var fyrir að framkvæma þessa hugmynd og væri gaman að fá að heyra hvernig þetta fór.

Á Geldinganesinu, rétt hjá Grafarvoginum, er steinanáma sem hefur ekki verið unnið í í þó nokkurn tíma. Í henni eru steinar sem eitthvað hefur verið klifrað í en aðgengi, umhverfi og klifur er ekki upp á marga fiska og það hefur ekki verið mikið sótt. Spurningin er hvort sá möguleiki sé raunhæfur að flytja steinana í bæinn. Þá væri aðgengið að steinunum betra og einnig væri hægt að stjórna því að einhverju leiti hvernig steinarnir snúa þannig að þeir væru sem hentugastir fyrir klifur. Spurningin er bara hvort steinarnir séu hentugir, hvort það sé hentugur staður fyrir þá og hvort hægt sé að fá einhverja styrki hugsanlega frá Reykjavíkurborg til að framkvæma þetta.

Þetta er verðugt verkefni til að skoða og hvet ég ykkur klifuráhugamenn á Íslandi til að athuga þetta. Ekki veitir af meira klifri í bæinn.

Stórgrýti við Gígjökul

Mikil skriða varð við Gígjökul þegar vatn braust niður úr Eyjafjallajökli eftir að eldgosið hófst. Úr skriðunni komu margir tröllvaxnir steinar og voru klifrarar mjög spenntir yfir að fara að skoða þá og sjá hvort þeir væru klifurhæfir.

Félagarnir Valdimar Björnsson og Benjamin Mokry skruppu fyrir skömmu suður og skoðuðu steinana. Steinarnir eru stórir og mikilfenglegir en þeir henta ekki vel til klettaklifurs. “Hjá steinunum er fullkomin lending, alveg slétt og ekki stórgrýtt” sagði Valdi. “Bergið var hins vegar svolítil vonbrigði, laust í sér og auðvelt að brjóta höldurnar úr því, ekki ósvipað berginu í steinunum í Stóruskriðu við Dyrfjöll á austurlandi”. Aðkoman að svæðinu var góð og mjög gaman að skoða svæðið þó svo að ekki hafi verið mikið klifrað. Félagarnir vara þó við kviksyndum á svæðinu og voru því heldur fengnir að frost var í jörðu.

Gígjökull er einn af tveimur skriðjöklum sem falla úr Eyjafjallajökli og skríða þeir norður í Þórsmörkina. Hinn skriðjökullinn heitir Steinholtsjökull.

 

Vaðalfjöll flottasta svæðið

Ásrún klifrar í VaðalfjöllumMikið var klifrað um helgina í Vaðalfjöllum. Dótaklifur hefur lengi verið stundað á hrauntappanum en nýlega hafa klifrarar farið að stunda þar grjótglímu og hafa nú verið klifraðar þar um 30-40 grjótglímuleiðir. Eru klifrarar almennt sammála um það að Vaðalfjöll sé eitt flottasta grjótglímusvæðið á Íslandi.

Grjótglímusvæðið er við rætur stærsta hrauntappans í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Tveir aðrir hrauntappar eru í nágrenninu en þeir eru kallaðir Litla- og Stóra Búrfell en á Stóra-Búrfelli er einnig möguleikar á nokkrum línum. Grjótglímusvæðið er vestan megin á Vaðalfjöllum og skiptist í 6 svæði. Hægt er að stunda þar klifur jafnvel þó að það rigni vegna mikils yfirhangs.

 

Hægt er að skoða myndir frá helginni og einnig hægt að sækja myndir af klettunum í Steinabankanum.

Skip to toolbar