Tag Archives: stöðuvatn

Ég veit ekki með ykkur en ég er búinn að fara út að klifra, TVISVAR!

Vatn í JósepsdalHeilmiklar leysingar hafa átt sér stað í Jósepsdal að undanförnu og er allur snjór að hörfa þaðan svo hratt að hyldjúpt stöðuvatn hefur myndast. Þetta er ekkert grín og er myndin til að sanna það!

Orsök þessa er sú að sólin er farin að vera til kl 8 á kvöldin og veðrið hefur bara verið hið spakasta! Það lítur allt út fyrir að það verði svona áfram ef eitthvað má marka jákvæðisspá klifur.is. Mælum við með því að fólk fari nú að drattast á hin og þessi klifursvæði og láti til sín taka!

Skip to toolbar