Tveggja turna tal 6a 5.8

Leið 32 á mynd.

Leið á milli Svarta turnsins og Angurboðu. Leiðin byrjar á áberandi stall þar sem að Angurboðu skorningurinn byrjar.

Spönn 1: Byrjar á stallinum á stölluðu klifri í nokkuð grónu landslagi en mjög fljótlega eykst hallin, gróðurinn minkar og leiðin verður áhugaverðari. Fullboltuð, 5.7 ca. 25m.

Spönn 2: Byrjar á góðri syllu í boltuðu akkeri og fer beint upp vegg en stefnir svo fljótlega inn í áberandi stromp á þokkalegum tökum. Frá toppnum á strompinum er létt stallað klifur upp á brún. Fullboltuð, 5.8 ca 25m.

Leiðin endar á svipuðum stað og önnur spönnin í Svarta turninum, þar hafa klifrarar val um að ganga niður úr leiðinni eða fara í loka spönnina í svarta turninum.

FF: Bjartur Týr Ólafsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. júní 2018. Tvær spannir, fullboltuð, 5.8, 50m.

Crag Búahamrar
Sector Turnarnir
Type sport

Piparkorn 5a

Steinn númer 1 í Svínafelli, leið númer 2.

Standandi byrjun og færir sig upp til vinstri í top out.

Það er sennilega möguleiki á sitjandi byrjun, en lykiltak brotnaði í slíkum tilraunum. Þessi steinn er úr þursabergi og því aðeins lausari í sér.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 1
Type boulder

Steinvala 6a

Steinn númer 2 í Svínafelli, leið númer 1.

Leiðin sem snýr frá vegslóðanum. Byrjar sitjandi í mjög stórum og áberandi juggara. Juggarinn skröltir aðeins en ætti ekki að losna af nema að mjög harkalega sé gengið um.

Frábær leið.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Leirbað 6a

Steinn 2 í Svínafelli, leið 3.

Byrjar sitjandi alveg vinstramegin á hlið 2. Löng hreyfing upp til hægri í áberandi góðan kant. Kanturinn var með smá mosabarði á og eitthvað af leðju í gripinu.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 2
Type boulder

Göltur null

Steinn 5 í Svínafelli, leið 1. Project

Standandi byrjun í undirgripum, ferðast upp til hægri og mynnir dálítið á Jón Pál í Jósepsdal. Sameinast Gullinbursta í áberandi flötum juggara. Löng leið, fullt af hreyfingum.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder

Zupp 5a

Steinn 5 í Svínafelli, leið 4.

Standandi byrjun á miðri bakhlið steinsinis. Leiðin einkennist af stórum undirtökum og einhverjum gróðri á leiðinni upp. Auðveldasta klifurleiðin upp á steininn og þægileg leið til að komast til að skoða efri hluta hinna leiðanna.

Crag Öræfi
Sector Svínafell
Stone 5
Type boulder

Maríuhellar

Í og við Maríuhella er eitthvað í boði af stuttri grjótglímu og er bergið þar furðu heillegt og traust miðað við Búrfellshraunið í Heiðmörk. Eflaust hefur einhver fjöldi þrauta verið klifraður hér, en allar upplýsingar vantar, og eru því nýjar skráðar hér.

Eins og á við með flest önnur íslensk nútímahraun, er bergið mjög hvasst, og því kjörið rifjárn til að safna í skráp á fingurgómunum.

Skip to toolbar