39 related routes

Lemonade 7b+ 5.12b

Boltuð af Finna. Vonir voru bundnar við að þetta yrði fyrsta 5.13 leið svæðisins en svo fannst betra beta. Samt sem áður flott viðbót við tólfur svæðisins.

Frumburðurinn 6b+ 5.10b

Leið númer 1 á mynd. 11 metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Fyrsta leiðin sem gengið er að þegar komið er í gilið. Liggur frá vinstri juggara og upp til hægri í átt að akkeri. Endar í sama akkeri og Englaryk 5.9 og leiðirnar deila líka seinasta bolta fyrir akkerið.

(Bjarki Guðjónsson & Magnús Arturo Batista 2020)

Niður 6a 5.8

Leið 8 á mynd. 11metrar, 8 tvistar. Sex í leið og tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Tæknilegir fætur og jafnvægi upp augljóst lóðrétt horn. Slabb tekur við (hægt að vera vinstri eða hægri sinnaður) upp að lokakaflanum sem er sá sami og í Ljósbrot. Skemmtilega öðruvísi leið en aðrar í Munkanum. Velta má fyrir sér nafninu Niður!

(Jón Heiðar Rúnarsson, 2019)

Súlur-Power 6b+ 5.10b

Leið númer 6 á mynd. 12m, 7 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana. Veisla af fjölbreyttum hreyfingum alla leið á topp. Létt yfirhangandi kaflar framhjá tveimur bumbum gerir leiðina spennandi í samfelldu klifri samkvæmt gráðunni. Góð leið.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, Magnús Arturo Batista & Victoria Buschman, 2019)

Þverárbardagi 7c 5.12d

13 m, 6 boltar auk tveggja bolta akkeris með sighring.

Þverárbardagi er staðsett hægra megin við Karlinn í brúnni og Undir brúnni (https://www.klifur.is/problem/undir-brunni) og er því lengst til hægri af leiðum í Munkanum. Leiðin er létt yfirhangandi að karakter og byrjar á góðum gripum þar til komið er að stóru og góðu undirgripi. Eftir undirgripið er leiðin krefjandi alveg að 6 bolta. Þaðan er svo þæginlegt klifur að akkerinu. Gráðan er óstaðfest þar til hún fær fleiri klifranir en er líklega á efri mörkum 5.12. Leiðin nú önnur tveggja mjög erfiðra leiða í Munkanum, ásamt Brjálæði 5.12c sem er fyrir löngu klassík.

Leiðin var boltuð í maí 2018 og farin ári seinna, 26. maí 2019. Fær hún mikil meðmæli frá þeim sem hafa séð eða prófað.

(Friðfinnur Gísli Skúlason, 2019)

Ljósbrot 5b 5.6

Leið númer 7 á mynd. 11m, 8 tvistar. Tveir boltar í akkeri, hægt að hreinsa akkeri með því að fara ofan við og teygja sig í tvistana.

Ein af tveimur 5.6 leiðum í Munkanum. Hrun varð í klettunum árið 2013 og hrundi allstór kafli við leiðirnar Talía/Bókin sem skildi eftir sig stórt ljóst “sár” á veggnum. Talía og Bókin eru ekki samar eftir þetta en úr varð ný leið, “Ljósbrot”. Lóðrétt stór sprunga á góðum gripum og fótum, fer fyrir horn til hægri og upp. Fjölbreyttar hreyfingar alveg upp í akkeri.
(Bryndís Elva Bjarnadóttir & Magnús Arturo Batista, 2018)

Nýi sector eru leiðirnar frá vinstri að og með brotinu sem varð 2013. Á þessum kafla hafa bæst við 6 leiðir milli 2011-2019. Bókin/Talía er hvítmerkt til viðmiðunar en þær eru númer 1&2 í leiðarvísi fyrir eldra svæðið til hægri, sjá hér: https://www.klifur.is/problem/talia

  1. Frumburðurinn 5.10b
  2. Englaryk 5.9
  3. Tímaglasið 5.11a
  4. Róló 5.6
  5. Skurk 5.9
  6. Súlur-Power 5.10b
  7. Ljósbrot 5.6
  8. Niður 5.8

Skurk 6a+ 5.9

Leið númer 5 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Nefnd eftir hljómsveitinni sem Jón Heiðar leikur í. Skemmtilegt byrjunarkrúx sem reynir mikið á að setja þyngd á fæturna.

Róló 5b 5.6

Leið númer 4 á mynd

Boltuð sumarið 2016 af Jón Heiðari Rúnarssyni og Fríðfinni Gísla Skúlasyni.

Frábær og breytileg létt leið.

Tímaglasið 6c+ 5.11a

Leið númer 3 á mynd

Slabb neðst, yfirhangandi probi efst.

Englaryk 6a+ 5.9

Leið númer 2 á mynd

Fýlupúki 6b+ 5.10c

Leiðina vantar á mynd, er á veggnum undir sunnanverðum brúarstöplinum („sunnan við brú” í leiðarvísi). Auðvelt er að síga niður að leiðinni úr akkeri í brúarstöplinum.

Gráða í leiðarvísi er röng, en leiðin er víst nær efri hlutanum á 5.10 (b-d). Þó er hægt að taka 5.12-legri útgáfu af leiðinni ef farið er beint upp og sprungan hægra megin ekki notuð.

Munnmælasögur herma að leiðin sé ekki alslæm, og fái minni athygli en hún verðskuldar.

Undir Brúnni 6a+ 5.9

Leið 24 🙂 🙂 🙂
15m
Byrjar í lítilli geil þar sem klifrað er upp og til vinstri (ek). Þar tekur við léttara klifur upp að bröttu hafti. Þaðan taka við krefjandi hreyfingar (ek) upp að góðum gripum. Lokametrarnir farnir ýmist til vinstri upp brotið eða á köntum framhjá efsta boltanum (erfiðara).

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Karlinn í brúnni 6b 5.10a

Leið 23 🙂 🙂 🙂
13m
Sprungu fylgt upp að litlu þaki og er því fylgt til vinstri upp að gleiðri sprungu. Þar er klifrað upp á beittum flögum 4-5m (ek). Þaðan er auðveldara klifur á vösum og brúnum upp að brúarstöplinum. (5.10b-c)

Eftir Björn Baldursson og Árni G Reynisson,  ́95.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Stálhnefi 7b 5.12a

Leið 22
10m
Leiðin byrjar við h-jaðar stóru syllunnar í horni undir litlu þaki. Því er fylgt inn í þrönga gróf, upp fyrir þakið og þaðan upp.

Eftir Stefán S. Smárason og Björn Baldursson,  ́91.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Engin afsökun 6b+ 5.10c

Leið 20 🙂 🙂
11m
Tæknilegar hreyfingar upp stóra flögu að syllu. Upp gleitt horn með litlum gripum (ek) yfir að lítilli flögu. Léttara klifur á vösum og köntum upp á brún. (5.11a)

Eftir: Björn Baldursson og Stefán S. Smárason,  ́92.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Björn járnhaus 7a 5.11c

Leið 21
5.11b/c, 11m
Upp sléttan vegg upp í lítið þak, þar upp á krefjandi jafnvægishreyfingum (ek) inn í sprungu á slabbi og henni fylgt upp á brún.

Eftir Stefán S. Smárason og Björn Baldursson,  ́92.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Brjálæði 7b+ 5.12c

Leið 19
15m
Tæknilegar hreyfingar í lóðréttum vegg. (5.12d)

Eftir Björn Baldursson og Árni G Reynisson,  ́95.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Flöskuháls 6c 5.10d

Leið 18 🙂
15m
Byrjar upp tæpt horn/slabb að bungu. Yfir eða framhjá bungunni (ek) upp á syllu. Þaðan krefjandi hreyfingar upp á brún (ek).

Eftir Páll Sveinsson.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Sykurmoli 6b+ 5.10b

Leið 16 🙂
14m
Byrjar á tæpum hreyfingum upp á slabb (ek). Þaðan á flögum upp í horn meðfram þaki, sem farið er framhjá/yfir (ek). Þaðan slabbhreyfingar upp á brún.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Kaldur sviti 6c 5.10d

Leið 17 🙂
15m
Byrjar í litlu sprungukerfi upp á slabb. Þaðan löng krefjandi hreyfing eða stökkhreyfing (ek) yfir sléttan vegg upp á stóra hallandi syllu. Þaðan farið í kverk upp á brún.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Víga-Glúmur 6b+ 5.10b

Leið 15 🙂 🙂
5.10a/b, 14m
Nokkur afbrigði af fyrstu metrunum enda á flögum á horni. Þar taka við nokkrar tæpar hreyfingar (ek) á horni og fési þar til gripi á lítilli syllu er náð. Þaðan þægilegra klifur upp á stóra syllu og upp á brún. (5.10d).

Eftir Árni G .Reynisson og Björn Baldursson,  ́92.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Stóru mistökin 6a+ 5.9

Leið 14 🙂 🙂 🙂
14m
Leiðin byrjar inni í geil. Farið er upp hana miðja og út úr henni til vinstri. Þaðan upp lítið þak (ek) og upp sléttan vegg með smá brúnum.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Stóru mistökin (afbrigði) 6a+ 5.9

Leið 13 🙂 🙂
15m
Eftir flöguna er tæp hliðrun til vinstri og endað í sama akkeri og Sófus.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Sófus 6a 5.8

Leið 12 🙂 🙂
14m
Byrjað er upp af tveimur stórum steinum og er óljósri sprungu (ek) fylgt áleiðis upp að stórum flögum og syllum. Ofan syllanna tekur við sléttur veggur með spennandi krúxi upp á brún (ek).

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Bláa ullin 5.9

Leið 9
13m
Sléttur veggur með þröngri sprungu sem liggur að litlu þaki (ek). Vandasamar tryggingar.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Hornið 5.5

Leið 10
13m
Augljóst horn milli Flögutex og Bláu ullarinnar.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Flögutex 5.7

Leið 11
14m
Þægilegt klifur upp að flögunni en síðan er flókin hreyfing til hægri upp á brún. Ef farið er vinstra megin upp hornið er leiðin 5.8. Tortryggð. Varúð, stóra flagan er laus!

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Stuð fyrir stutta 6a+ 5.9

Leið 7 🙂
13m
Jökull Bergmann,  ́06
Upp stuðulinn milli UV og Dóna. Tæknilegar hreyfingar fyrir miðju (ek) upp í juggara. Þaðan krefjandi alla leið upp á brún.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Dóni 5.8

Leið 8
5.7. – 5.8, 13m
Bein sprunga, hægra megin við hornið frá UV, farið er til hægri út úr henni ofarlega. Ef hún er klifruð án þess að stíga út á hornið er hún erfiðari (5.8). Vandasamar tryggingar.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

UV 5c 5.7

Leið 6 🙂 🙂
12m
Leiðin er bein og augljós, byrjar á V-laga sprungu (ek) sem breytist í U-laga skorstein.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Góðir vinir (afbrigði) 5.6

Leið 5 🙂
12m
Hægra sprungukerfinu fylgt upp á brún.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Góðir vinir 5.6

Leið 4 🙂 🙂
12m
Byrjað er í augljósu horni með breiðri sprungu og henni fylgt þar til sprungan greinist. Vinstri sprungunni fylgt yfir í enda leiðar 3. Ef eingöngu sprungan er klifruð í byrjun verður leiðin 5.7.

Upplýsingar úr Munkaþverá leiðarvísi.

Leave a Reply

Skip to toolbar