Tag Archives: klifur

Valshamar.is

Ný heimasíða hefur verið sett upp en hún heitir valshamar.is. Þar getur þú séð veðurspá fyrir svæðið og vefmyndavél sem uppfærist á 5 mínútna fresti.

Á síðunni er hægt að sækja leiðarvísinn fyrir klifursvæðið og einnig myndir af klettunum í hárri upplausn með sportklifurleiðunum merktum.

(Takk Hákon Gíslason)

450 metrar, takk fyrir!

heroes2Ný klifurleið hefur verið opnuð á Vestrahorni og er hún 450 metrar á hæð. Leiðin sem hlaut nafnið Boreal er 11 spannir og er sú erfiðasta 5.7.

Það voru Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson sem settu upp leiðina en þetta er önnur leið þeirra félaga á Vestrahorni. Verið viss um að gefa þeim klapp á bakið fyrir frábært afrek.

Boreal hefur verið í vinnslu síðustu 2-3 ár og er hún nú full boltuð og klár.

Í Jósepsdalnum

Eitt af félögunum Valda og Kristó að pumpa byssurnar í Jósepsdalnum. Þeir klifra þrjár klassískar Jósepsdals leiðir og þar að auki 2 nýjar leiðir, Lanos Panos og Analsugan Vol 3 og 1/2. Mission fyrir sumarið?

Leiðir klifraðar:

  • Hallamálið 6c
  • Ekker mál fyrir Jón Pál 7a
  • Lanos Panos 7a
  • Draumadísin 6c+
  • Analsugan Vol 3 og 1/2 7a

Heiðmerkur búlder

Heiðmörk is a forestry and nature reserve close to Elliðavatn east of Reykjavik. This area´s the largest outdoor recreation in the vicinity of the city, about 32 square kilometers. Almost 90% of the area is sparsely vegetated land, of which about 20% of cultivated forests and 20% wild birch woods and scrub.

The bouldering there is on good solid rock and has ok landings. The cliffs are formed in a fault zone which stretches from the same fissure swarm as in Krýsuvík on the reykjanes peninsula. There is also a camping place there in hjallaflatir and its the only camping spot in heiðmörk. Also, about 80 meters right of hjallabumban there is another cliff that has one highball called Laumufarþegi and a travers named Innskotið. To the left about 100 meters there is a nice travers called flatahliðrun and its about 6c.

Leiðir:
Hársbreidd 7a+
Great balls of fire 6b+
Hjallabumban 6a

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Sumar í Vaðalfjöllum

Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.

Continue reading

TRUBUE Auto belay

TRUBUE Auto belaySkátaland hefur fengið umboð fyrir Trubeu Auto belay. Þessi græja er sjálfvirkur tryggjari sem tryggir klifrara og slakar honum niður ef hann vill fara niður. Græjan stillir sig sjálf eftir þyngd (10-150 kg) og er alltaf tilbúin.

Nánari upplýsingar um þessa græju má finna á heimasíðu Eldorado walls eða  www.eldowalls.com. Skátaland mun setja þennan búnað upp til prufu á næstu vikum.

Þeir sem hafa áhuga á þessum búnaði hafið samband við Helga hjá Skátalandi netfangið er helgi@skatar.is.

Meira um mótið

Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.

Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Meira um mótið

Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.

Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Skip to toolbar