Bræður í Siurana

Valdi í Photo-shoot 8b

Friction is  coming!Valdi og Kjartan, Björnssynir héldu til Siurana í rúmlega mánuð og eru nýkomnir heim.  Strákarnir klifruðu í Siurana, Margalef, St.Lynia og Terradets.  Valdi hélt út til Cataluníu þar sem ein bestu klifursvæði í heiminum er að finna.  Þar klifraða hann einn í viku í Siurana, þar sem hann boulderaði (fyrstur Íslendinga?) á sportklifursvæðinu Siurana (hahaha).

Hér má finna boulderklippu frá Siurana.

Kjartan fann svo bróður sinn í Cataluníu og klifruðu þeir saman á ofantöldum klifursvæðum.  Þar hittu þeir marga skemmtilega klifrara, þar á meðal Dave Graham,  sem þeir lærðu mikið af.  Klifurfriction var með besta móti segja þeir, ,,kalt var í veðri allan tímann, það voru bara fjórir dagar sem ég var ekki í ullarnærfötunum”, segir Valdi.

Leiðir sem strákarnir klifruðu má finna á www.8a.nu

Svo fer maður í search og leitar af Kjartan og Valdimar.

Töffarar!

Leave a Reply

Skip to toolbar