Flosalaug í Svínafelli

Bæjarráð Hornfjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminnni vegna umræðu um díoxíð mengun sem stafar af sorpbrennslum.

Flosalaug sem við böðum okkur í eftir langan klifurdag verður jafnframt lokað. Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliðauppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli 1 sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum.

Nú er næsta bað frá Hnappavöllum á Kirkjubæjarklaustri eða austar hjá Hoffellsjökli en þar er að finna fjóra heitapotta sem hitaðir eru af heitu vatni sem kemur úr gamalli rannsóknarborholu. Svo má nefna að það er slík hola sem dælir upp endalausu heitu vatni í Skaftafelli. Spurningin er bara hvenær þeir ætla sér að gera einhverja aðstöðu svo að klifrarar geta aftur legið í heitu vatni eftir góðan klifurdag á völlunum.

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/01/loka_sorpbrennslustodinni_i_oraefum/

Leave a Reply

Skip to toolbar