Hetjur gleymast aldrei

Wolfgang GüllichÍ dag, 31.ágúst 2012, eru liðin 20 ár frá því að klifurgoðsögnin Wolfgang Güllich dó. Güllich var hvað þekktastur fyrir djörf “free solo” sín, en hann var einnig mikill frumkvöðull a sviði sportklifurs.

Güllich á heiðurinn af fjöldanum öllum af erfiðum leiðum og var hann til að mynda fyrstur til að klifra leiðir af gráðunum 8b (1984), 8b+ (1985), 8c (1987) og 9a (1991). Þekktasta klifurafrek hans er almennt talið vera leiðin Action Directe 9a í Frankenjura, en til að klifra hana þróaði hann sérstaka æfingatækni sem í dag gengur undir heitinu Campus. Leiðin er enn þann dag í dag talin vera í hópi erfiðustu leiða heims.

Güllich og StalloneHann fékk hlutverk í kvikmyndinni Cliffhanger sem áhættuleikari Sylvester Stallone þar sem hann framkvæmdi klifuratriði myndarinnar.

Wolfgang Güllich lést 31 árs að aldri af völdum bílslyss í Þýskalandi.

Leave a Reply

Skip to toolbar