Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.
Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!
Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!
Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.
Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.
Adios Amigos!