Hvítar strendur, brim og sjávarklettar

Andri klifrar í miklu yfirhangi

Fyrir skömmu koma vaskur hópur klifrara heim frá Mallorca þar sem hópurinn mátaði sig í nokkrar deep water solo klifurleiðir. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur hópur fer í klifurferð sem þessa en deep water solo merkir það að klifurleiðirnar eru í sjávarhömrum og þegar klifrararnir detta falla þeir niður í hyldýpið fyrir neðan sig.

Til þess að svala forvitni þeirra sem vilja vita hvaða leiðir hópurinn klifraði þá ber okkur að nefna nokkrar þeirra á nafn. Andri Már klifraði Afroman (7b) sem er 18 metra leið í miklu yfirhangi. Leiðin sem Klem Loskot sést klifra í einni Dosage myndanna og hann nefndi In the Night, Every Cat is Black (8a) var klifurð af Kjartani Birni. Ein stelpnanna í hópnum, Ásrún Mjöll, klifraði Hercules (6c) sem er í hellinum Snatch Area á Cala Barques. Hópurinn klifraði á ýmsum svæðum og þar má nefna Cala Barques, Cova de Diablo, Porto Cristo- Tower of Falcons, Es Pontas og Porto Colom.

Föruneytið hélt prýðis myndasýningu eftir mótið á sem haldið var á síðastliðinn sunnudag og viljum við þakka fyrir skemmtilegt myndefni.

Leave a Reply

Skip to toolbar