Kjarri klifrar Fantasíu

Kjartan Jónsson fór með nokkrum vöskum klifrurum á Hnappavelli í vikunni sem leið og voru þau að máta sig í margar af erfiðari leiðunum á Völlunum. Það sem hæst bar á góma var þegar Kjartan kláraði Fantasíu 5.13a. Leiðin var sett upp af Bjössa fyrir rúmum tíu árum og hafa Hjalti Rafn, Þórarinn, Valdi og Kjartan (Björnssynir) og Kristján einnig klifrað leiðina.

Leave a Reply

Skip to toolbar