Klifur.is opnar á ný

klifurisJæja, þá er Klifur.is loksins komin upp aftur. Síðan hefur verið byggð alveg frá grunni og er hún núna betri, hraðari og öruggari en áður. Eins og þið sjáið hefur Klifur.is fengið nýtt útlit og skipulagið hefur einnig breyst.

Markmiðið með þessari breytingu er að gera síðuna einfaldari en einnig gagnlegri. Auðveldara er að setja inn nýtt efni en áður og hver sem er getur bætt við nýrri klifurleið, myndum, fréttum og fleiru.

Með nýju skipulagi í klifursvæðum og klifurleiðum (Crag og Problems) er hægt að nota Klifur.is sem góðan leiðarvísi fyrir fyrir hvaða klifursvæði sem er á Íslandi. Nú þegar eru komnar yfir 200 klifurleiðir á Klifur.is og á þeim eftir að fjölga hratt á næstu dögum. Langtímamarkmiðið er að á Klifur.is verði skráð hvert einasta klifursvæði og klifurleið á Íslandi. Ef þú veist um eitthvað sem vantar á Klifur.is máttu endilega bæta því við.

Að lokum vil ég þakka Eyþór, Egil, Jonna og Andra klifurhetjum fyrir gott framtak á sunnudaginn þar sem við settum inn 156 klifurleiðir á Klifur.is.

Leave a Reply

Skip to toolbar