Klifurmót á Laugarvatni

Óformlegt klifurfélag Laugarvatns hélt á dögunum klifurmót fyrir nemendur Háskólans á Laugarvatni og Menntaskólans á Laugarvatni. Klifrað var á vegg björgunarsveitarinnar Ingunnar. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að klifraðir voru fimm léttir probbar og tveir efstu í karla og kvennaflokki fengu svo að glíma við tvö aukaprobba í bráðabana.

 

Keppnin var hörkuspennandi í karlaflokki en svo fór að Loftur Gísli Jóhannesson sigraði í bráðabana. Í kvennaflokki var keppnin aldrei spennandi en Maríanna Þórðardóttir skildi aðra keppendur eftir og var sú eina sem lauk við fjóra af fimm byrjunarprobbunum. Doddy sá um skipulagningu og uppsetningu leiða.

 

Laugvetningar binda vonir við að áhugi klifrara á svæðinu aukist og að veggurinn góði fái meiri notkun. Haustið byrjar rólega en vonandi verður hægt að halda úti góðu starfi á veggnum í vetur. Hugmynd er um að halda klifurmót eftir áramót og bjóða þá Klifurhúsinu í kaffi og klifur. Hvetjum klifurapa landsins til að kíkja í heimsókn og skoða aðstæður.

Leave a Reply

Skip to toolbar