Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.
Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.