Ný leið á Hnappavöllum

Ný leið hefur verið boltuð á Hnappavöllum. Leiðin er staðsett í Hádegishamri, og er hægra megin við hina alræmdu og óklifruðu leið Föðurlandið. Þessar leiðir er ekki að finna í Hnappavallaleiðarvísinum þar sem þær eru báðar boltaðar eftir útgáfu hans en þær eru hægra megin við Litlu Lúmsku Leiðina.

Heiðurinn af leiðinni eiga þeir Jósef Sigurðsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson en þeir boltuðu hana nú um helgina og hafa gefið henni nafnið Herra Alheimur. Gráða leiðarinnar hefur enn ekki verið fest, en hún mun vera eitthvað um 5.10a.

Einnig er rétt að minnast á það að þessa sömu helgi klifraði Egill Örn Sigþórsson Fantasíu 5.13a (7c+) og Jósef fór Hláturhúsið 5.12b (7b) sem er stórglæsilegt.

Leave a Reply

Skip to toolbar