Stóra lekamálið í Klifurhúsinu

Veðrið fór varla fram hjá neinum í gærkvöldi. Stóru gluggarnir bakvið veggina í Klifurhúsinu þoldu augljóslega ekki þetta veður og fóru að mígleka með kvöldinu. Sem betur fer voru menn á staðnum sem tókst að redda málunum á frumlegan hátt.

Myndir frá Andra Már og Eyþór.

Með því að setja upp stórann plastdúk fyrir aftan vegginn tókst að leiða vatnstrauminn (sem var skuggalega mikill) í átt að brunastiganum þar sem komið var fyrir stórum fötum til að grípa vatnið.

Þessu hefur verið bjargað í bili og Klifurhúsið er í fínu lagi eftir nóttina. Það er þó augljóst að gera þarf við gluggana í húsinu og eflaust þakið líka.

Leave a Reply

Skip to toolbar