Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.
Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.
Finn ekki topo fyrir þetta svæði?
Já, virðist ekki vera neitt meira um Tungufell á klifur.is. Þetta er eitthvað skrítinn póstur. Kannski eitthvað af gömlu klifur.is sem var hökkuð.
Tungufell – Þverbrekkur, er þetta ekki beltið sem er verið að lýsa?
https://tungufell.net/wp-content/uploads/2018/07/tf_thverbrekkur.jpg
Ég skildi það alltaf þannig að þetta væri umrætt svæði:
http://kortasja.lmi.is/mapview/?app=kortasja&l=is&c=287108,497044&z=10.7&ls=217,225,228,221
Hef að vísu aldrei séð neinar frekari upplýsingar um klettana, en þeir sjást ágætlega frá Búlandshöfða, ekki háir klettar en þó allavega Gerðubergslegir.
Já, þetta passar miðað við yfirlitskortið hérna á klifursvæða síðunni