Vaðlaheiði

Athugið að i flestum leiðum eru annað hvort hringur eða bolti. Næsta sumar verða sett akkeri með karabínu í flestar leiðir.

Svæðið er í 10-15 mínútna keyrslufjarlægð frá Akureyri.

Svæðið býður upp á góðar leiðir fyrir klifrara sem eru að koma sér af stað í útiklifri og yngri kynslóðina. Leiðirnar eru 4-10m á hæð.

Directions

Keyrt er upp gamla Vaðlaheiðarveginn. Þegar malbikið endar og malarvegur tekur við er tekin fyrsta beygja til hægri upp að skátaskálanum Valhöll. Þar er hægt að leggja á nokkrum malarbílastæðum, vinsamlegast ekki leggja á grasfletinum.

Best er að byrja að ganga til vinstri upp brekkuna til að losna við þúfurnar og háa grasið. A einum stað í girðingunni er búið að slaka á girðingunni þannig að auðvelt er að komast í gegn (ca 200m hægra megin við klettabeltið).

Map

Comments

Leave a Reply

Skip to toolbar