Vestrahorn

Í fjörunni neðan við fjallið Vestrahorn eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir.

Vestrahorn er fjall á Suð-Austurlandi á nesinu milli Skarðsfjarðar og Papafjarðar. Fjallið stendur milli Hornsvíkur og Papóss við opið úthaf um 10 km fyrir austan Höfn í Hornafirði.

Directions

Þú keyrir framhjá Höfn og rétt áður en þú kemur að göngunum þá er skilti sem bendir til hægri sem stendur á Stokksnes. Keyrir þann malarveg í 5 min. Síðan sérðu kaffiskúr sem stendur á Hornkaffi. Þú beygir til vinstri eftir kaffihúsið. Þar er hlið sem stendur á einkaland. Opnar það og keyrir slóðann þangað til þú kemur í beygjuna þá keyrir þú út á sandinn og fylgir slóðanum yfir sandinn. Vatnið á sandinum er ca 5cm djúpt og sandurinn vel þjappaður, það er samt ekki mælt með því að stopp mikið. Það er hægt að fara yfir sandinn á fólksbíl en leggja þarf bílnum við byrjunina á jeppaslóðanum. Þegar þú kemur yfir sandinn er jeppaslóði, það er einn pollur sem er afgerandi stærstur, best er að keyra framm hjá honum nær sjónum. "Tjaldsvæðið" er við bragga rústirnar.

Map

Video

Comments

Leave a Reply

Skip to toolbar