Opnun Klifur.is

Nú hefur heimasíða fyrir íslenska klifursamfélagið verið formlega opnuð. Markmið okkar er að þessi síða gagnist klifrurum sem samskiptaleið og upplýsingamiðill. Núna er síðan á grunnstigi og munum við uppfæra hana jafnt og þétt. Við vonumst til þess að þetta verði lifandi og góður vettvangur fyrir klifrara til að skiptast á skoðunum og afla sér upplýsinga. Í sumar verður helsta verkefni okkar að safna saman upplýsingum um klifursvæði víðs vegar um landið og gera þær aðgengilegar á vefnum. Einnig munum við gefa út leiðarvísa á prenti fyrir stærstu klifursvæði landsins. Gleðilegt klifursumar! Jafet og Elmar

Kjarri klifrar Fantasíu

Kjartan Jónsson fór með nokkrum vöskum klifrurum á Hnappavelli í vikunni sem leið og voru þau að máta sig í margar af erfiðari leiðunum á Völlunum. Það sem hæst bar á góma var þegar Kjartan kláraði Fantasíu 5.13a. Leiðin var sett upp af Bjössa fyrir rúmum tíu árum og hafa Hjalti Rafn, Þórarinn, Valdi og Kjartan (Björnssynir) og Kristján einnig klifrað leiðina.

Useful

Um klifur

Grjótglíma
Sportklifur
Dótaklifur

Klifurveggir

Klifurveggir eru tilbúnir veggir með gripum fyrir hendur og fætur til að klifra á. Klifurveggir eru gerðir úr krossviðarplötum eða öðru sambærilegu efni. Á plötunum eru göt með skrúfgangi til að festa gripin á. Gott er að byrja á því að æfa sig á klifurvegg áður en farið er út að klifra á klettum.

Klifurhúsið
Björk
Laugarvatn
Súlur
Þórshöfn

Annað

Búnaður
Leiðarvísar
Vegalengdir
Gráðutafla

Linkar
Orðabók

Skip to toolbar