Kuldaboli 5.7

Leið númer 28 á mynd.

Efsta leiðin í gilinu að svo stöddu.

Fylgir sprungu upp fyrri helming þar sem að sprungutök geta nýst vel. Seinni hluti vefar sig upp á mill stalla á toppinn

FF: Kári Brynjarsson og Jónas G. Sigurðsson, 2019

Crag Búahamrar
Sector Kuldaboli
Type sport
First ascent
Markings

6 related routes

Eltu hvítu kanínuna 5.10a

Leið númer 26.

Leiðin byrjar á svipuðum slóðum og Smiðsauga, ferðast þaðan til hægri út að Giljagaur en stefnir svo beint upp en aðeins til vinstri og nýtir einn bolta og akkerið úr Stór í Japan/Smiðsauga.

10 boltar og akkeri með hring. 26+m. 5.9/5.10a

Nafnið kemur frá holu sem klifrað er upp í í miðri leið og er tilvísun í Lísu í undralandi.

FF: Robert Askew – 2019

Kuldaboli 5.7

Leið númer 28 á mynd.

Efsta leiðin í gilinu að svo stöddu.

Fylgir sprungu upp fyrri helming þar sem að sprungutök geta nýst vel. Seinni hluti vefar sig upp á mill stalla á toppinn

FF: Kári Brynjarsson og Jónas G. Sigurðsson, 2019

Giljagaur 5.7

Leið númer 27 á mynd

Nokkurn vegin bein lína upp á topp, byrjar aðeins hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Í leiðinni er gamall koparhaus neðarlega og stakur bolti með keðjuhlekk ofarlega í leiðinni.

Leiðin var upprunalega klifruð sem stigaklifurleið um vetur upp úr aldamótum. Sagan segir að áður en að komist var upp á topp var hringt í þann sem var að leiða og hann boðaður í flugeldavinnu. Þá var boltinn handboraður inn og sigið niður.

FF: Árni Stefán Halldorsen og Haukur Már Sveinsson, 2012

Smiðsauga 5.7

Leið númer 25 á mynd.

Byrjar hægra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum og fyrir framan hringlaga gat (augað) í veggnum. Fylgir kverkinni sem turninn myndar alveg upp á turninn og sameinast þar Stór í Japan alveg upp á topp.

FF: Jónas G. Sigurðsson, 2018

Stór í Japan 5.7

Leið númer 24 á mynd

Byrjar vinstra megin við áberandi turninn sem stendur útúr veggnum. Fylgir hverkinni sem turninn myndar alveg upp á hann og sameinast þar Smiðsauga upp á topp.

FF: Robert A. Askew, 2018

Gerviglingur 5.5

Leið númer 23 á mynd

Leiðin byrjar neðst í gilinu og í smá grasbala. Farið er upp aðeins til vinstri í átt að áberandi turninum sem stendur útúr veggnum en svo er haldið til vinstri eftir mestu erfiðleikana.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson, Jónas G. Sigurðsson og Sif Pétursdóttir, 2018

Leave a Reply

Skip to toolbar