37 related routes

Ekki er öll vitleysan eins 5.10d

Hægra megin við Democles camping fridge

FF: Ólafur Þór Kristinsson, sumar 2021

Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka 6a 5.8

5.7/5.8

FF: Jón Viðar Sigurðsson & Stefán Steinar Smárason. október 2021

Strandblak 6b 5.10a

Kláruð, 10 árum eftir að fyrsu boltar fóru inn.

FF: Valdimar Björnsson

Atómstöðin 5.12b

5.12b (E5 6c) ?

34 m 

Rauð/hvít lína (gul lína er Poseidon)

Þrjátíuogfjórir auðtryggjanlegir metrar sem bjóða upp á flesta klifurstíla sem hugurinn girnist. Hentar eflaust vel fyrir þau sem staðið hafa sína plikt í úthaldsæfingum yfir veturinn.

Ath. taka þarf gráðunni með miklum fyrirvara, þar sem EK er fingrasprunga og veltur mjög á fingrasverleika. Þessi gráða er því sett á leiðina með það í huga að hún var klifruð af tækniheftum pylsufingrahlunki. Öllum heiðarlegum gráðutillögum er því að sjálfsögðu tekið fagnandi.

Leiðin byrjar á mjórri sprungu (sem þó tekur við góðum tryggingum) á neðsta slabbinu og fer þaðan upp bratta augljósa sprunguna í yfirhangandi kverk á miðjum veggnum. Eftir hana, í stað þess að klifra upp á stóru grassylluna er hliðrað 2 m til hægri í næstu sprungu og henni fylgt upp á topp. 

Á bungu vinstra megin fyrir ofan brúnina yfir Poseidon er gamalt vinnuakkeri úr þeirri leið, og er mjög hentugt að nota það sem toppakkeri í Atómstöðinni, en þá er hægt að strengja línuna ofan í kverk sem leiðir línuna beint yfir toppinn á leiðinni. 

Og að sjálfsögðu, að vanda, enga bolta takk.

2021, Sigurður Ý. Richter

Sælir eru einfaldir 5.11a

Blá lína.

Stutt, tæknileg sprunga á horninu vinstra megin við Óráðsíu. Tekur við góðum míkróhnetum og litlum vinum. Aðal erfiðleikarnir eru í fyrri hluta (kannski 5.10 fyrir stutta?), seinni hluti er meira upp á punt en býður samt upp á ævintýralegt ~5.8 klifur upp á topp. Gráða ekki stafest.

Enga bolta, takk! (nema akkeri, ef áhugi er fyrir því má mín vegna endilega setja upp sigakkeri)

Sigurður Ý. Richter, 2020

Skýjaborg 8b 5.13d

5.13d/5.14a. Óstaðfest gráða.

Byrjar í Kúreka norðursins og fer upp í akkeri á Burstabæ (s.s. línan sem fer til vinstri)

Boltuð af Mathieu og Valda

Poseidon 7b+ 5.12b

Klifrið byrjar með skemmtilegum ævintýrakafla sem endar á góðri hvíld undir bungunni. Krúxið er að koma sér yfir fyrri bunguna í leiðinni. Síðan er önnur hvíld undir seinni bungunni. Þar tekur við úthaldskafli sem endar rétt fyrir neðan akkeri.

Leiðin er staðsett vinstra megin við Burstabær.

Boltuð af Eyþóri.

Plastic Surgery 7c 5.12d

Leið númer 15 á mynd.

Mathieu Ceron, sumar 2017

Burstabær 8b 5.13d

Leið númer 11

Enn ein viðbótin í hæðsta svæði Hnappavalla og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið.

Leiðin er með tvö akkeri. Ef klifrað er upp að neðra akkerinu telst leiðin vera 5.11d. Fyrri hlutinn er lóðréttur og eltir sprungur og holur upp sléttan vegg. Ofar breytist hún og verður meira eins og langur boulderprobbi með krúxið á lokakaflanum. Holur kantar og slóperar. Þrjár stjörnur.

FF: Valdimar Björnsson, 2016

Fæddur fyrir frelsið 7c 5.12d

Leið númer 1

Leiðin er vinstra megin við Óráðsíu.

Jósef Sigurðsson, 2013

 

Sæng mín er svöl 7c+ 5.13a

Leið 5

Leiðin er uppi í hlíð á leiðinni út á Salthöfðanef, eftir að maður gengur fram hjá Gimluklett. Leiðin er með áberandi sléttum vegg ofarlega með stórum juggara um það bil á miðjum veggnum.

Valdimar Björnsson, 2014

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Karlinn í tunglinu 6c+ 5.11a

Leið 10

31m

Leiðin er hreinsuð og boltuð að hluta sama dag og fyrsti tunglfarinn, Neil Armstrong lést.

Nokkuð um þunn og gróf tök, hvers meters virðin engu að síður

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Kúreki norðursins 7b 5.12a

Leið 9

32m

Hæsta leiðin á Hnappavöllum. Fjórtán boltar. Verkefni sem Kristín Martha byrjaði á að skoða og gaf Jonna svo leyfi til að klára. Langt og þétt krúx, talsvert í fangið eftir að Kúreki norðursins greinist frá Karlinum í tunglinu.

Jónas Grétar Sigurðsson, 2013

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Strumpaland 4b 5.3

Leið 8

Strumpaland   5.3   8m

Barna- og byrjendavæn leið efst í dalverpinu vestanvert í Salthöfða þar sem gönguleið liggur yfir höfðann. Sérstakt berg með stórum tökum.

Sigrún Björk Stefánsdóttir, 2011

Stefán S. Smárason boltaði.

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Nálapúði Satans 5.10a

Leið 7

9m

Sársaukafull hnefasprunga.

Stefán S. Smárason, 1996

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Hin formlegu 7b 5.12a

Leið 6

15m

Óskemmtileg sprunga sem leiðir upp í lykilhreyfingu dauðans sem er brjáluð teygja. Langar dæmigerðar Hnappavallahreyfingar. Vonbrigði.

Hjalti Rafn Guðmundsson og Kristín Martha Hákonardóttir, 2005

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Damocles camping-fridge 5.11a

Leið 10

Marianne van der Steen og Denis van Hoek, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Óráðsía 6b 5.10a

Leið 3

15m

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Manuela Magnúsdóttir og Jósef Sigurðsson, 2012

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Blautir bastarðar 5.9

Leið 2

13m

Stefán S. Smárason og Björn Baldursson, 1989

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Fantasía 7c+ 5.13a

Leið 1

14m

Erfiðustu hreyfingarnar eru í 6-8 m hæð þar sem sýna þarf miklar jafnvægiskúnstir.

Björn Baldursson, 1992

Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.

Greenpoint 6a

Leið 3
Byrja sitjandi.

Árás skúmanna 6c

Leið 1
Yfirhang. Byrja sitjandi.

The Chain null

Nothing to se here. Move along.

Ljótisteinn 6b+

Ljótur steinn en mjög skemmtileg leið. Byrja sitjandi.

Í sauðarbóli 6a+

Leið 1
Byrja sitjandi.

Mainstone 6b+

Leið 4
Byrja sitjandi. Góð leið. Endar í solid juggara.

Hof svarta ljóssins 6a

Leið 3
Byrja sitjandi. Solid leið! Bergið er slétt og gott hér þannig að ef þið eruð aum í puttunum þá er kannski góð hugmynd að kíkja á þetta svæði.

Flugan og ljósið 6a+

Leið 2
Byrja sitjandi.

Einu sinni bestur 6a

Leið 3
Byrja sitjandi. Slópí.

Hrútspungar 5c

Leið 2
Byrja sitjandi. Yfirhang.

Bongó 6b

Leið 1
Byrja sitjandi. Slópí.

Double Rainbow 6b+

Byrja sitjandi. Yfirhangandi.

Ostaskerinn 7b

Yfirhang, krimpers, power-moves og langar teygjur. Góð íslenska!

Leave a Reply

Skip to toolbar