Vopnahlé 5.7

Leið nr 2.

Ekki óvitlaust að vera frekar statískur og blíður í hreyfingum þar sem tvö megingripin í og undir þakinu eru greinilega ekki hluti af klettinum.
Fleygur var skilinn eftir í tortryggðari kaflanum í byrjun.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Crag Akrafjall
Sector Suðursvæði
Type trad
First ascent
Markings

13 related routes

Sólarmegin 5.10c

Rétt handan hornsins þar sem Vírbursti nr. 3 er.

FF: Þórður Sævarsson, apríl 2017

Vírbursti nr. 3 5.6

Leið númer 8 á mynd

FF: Þórður Sævarsson

Flórídaskaginn 5.6

Leið númer 3 á mynd.

Fyrsta hreyfingin er afar erfið fyrir stutta en langir geta teygt sig beint í gott grip. 5.8 fyrir stutta, aðeins léttari fyrir langa.

FF: Þórður Sævarsson, maí 2017

Bakþankar – afbrygði 5.6

Leið númer 4 á mynd.

Sama byrjun og dótaleiðin Bakþankar en greinist í sundur rétt fyrir miðju.

FF: Þórður Sævarsson, maí 2017.

Vopnahlé 5.7

Leið nr 2.

Ekki óvitlaust að vera frekar statískur og blíður í hreyfingum þar sem tvö megingripin í og undir þakinu eru greinilega ekki hluti af klettinum.
Fleygur var skilinn eftir í tortryggðari kaflanum í byrjun.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Bakþankar 5.6

Leið nr 1.

Leiðin fylgir greinilegri sprungu upp miðjan vegginn, og er ýmist í eða vinstra megin við sprunguna.
Ágætis byrjun og dálítið í fangið með góðum tryggingum. Léttist ofar, en eftir því sem ofar dregur verður klifrið líka lausara, illtyggjanlegra og almennt bara leiðinlegt.

FF(?) Sigurður Ýmir Richter

Sætur álfur 5.5

Leið númer 6

6. Sætur álfur (5.5) Léttari útgáfa af Ljóta álfinum, en hentar ekki öllum sem byrjendaleið (alla vega ekki í leiðslu). Sæti álfurinn liggur upp hornið vinstra megin á stórum tökum upp á ögn tæpt slabb og sameinast Ljóta álfinum við þriðja bolta.
Leiðirnar voru hreinsaðar eftir bestu getu en nálgist þær af skynsemi til að byrja með og notið hjálm.

FF: Þórður Sævarsson

Skírarinn 5.9

Leið númer 4

4. Skírarinn (5.8-9?) var boltuð á Skírdag og liggur beint upp breiða sprungu í byrjun á þægilegum tökum en þverar ögn til vinstri undir áberandi stóra flögu í miðri leið (ekki fara mikið í flöguna). Erfitt klifur yfir slabb á tæpum fótum og köntum, ekki fara út fyrir slabbið á vinstri hlið. Sameinast leið 5 þegar komið er yfir slabbið. Létt og skemmtileg eftir það. Leiðina má sjálfsagt gera erfiðari með því að fara beint upp slabbið í byrjun og sleppa sprungunni.

FF: Þórður Sævarsson

Lýsisperlan 5.9

Leið númer 1

Lýsisperlan (5.8-9?), liggur alveg upp hornið og sameinast leið 2 um miðja leið. Lyktar áberadi af Múkka spýju. Byrjar á brölti upp á stall, létt klifur. Vel í fangið eftir það og tæpt klifur á litlum köntum og flögum en breytist fljótt í stór og þægileg tök. Flott leið, ekki ósvipuð nágrannanum hægra megin, Hreiðrinu.

FF: Þórður Sævarsson

Ljótur álfur 5.9

Leið númer 7.

Leiðin er gömul og var boltuð af félögum úr Björgunarfélagi Akraness. Leiðin byrjar á slabbi og upp í góða hvíld undir litlu þaki. Áfram yfir þakið á litlum köntum og jafnvægishreyfingum. Endar á þægilegum tökum upp í topp. Sagan segir að leiðin hafi einhvern tíman gengið undir nafninu Gyllinæð. Eins og margar leiðir er þessi léttari ef hún er farin meira til vinstri á stærri tökum og þásniðið framhjá þakinu, þá varla meira en 5.7-5.8.

Írskir dagar 5.5

Leið númer 5.

Þægileg leið upp smá stall. Krúxið er að vippa sér upp á slabbið en þar stendur maður mjög vel í góðri brekku. Eftir slabbið er létt klifur beint upp eftir boltalínunni. Var boruð og boltuð á Írskum dögum.

Varðmenn spýjunar 5.5

Leið númer 3

Mjög góð byrjendaleið. Dregur nafn sitt af varðmönnum í Fýlslíki sem spúa eldi og brennistein á alla sem komast upp í miðja leið. Ekki freistast langt út úr leið. Leiðin byrjar í skemmtilegu yfirhangi á góðum juggurum. Við tekur slabb (framhjá hreiðrunum) sem lýkur á góðum stalli. Eftir það er þægilegt klifur upp í topp. Þéttboltuð (10 boltar) og hentar vel í fyrstu leiðslu.

Hreiðrið 5.10d

Leið númer 2.

Byrjar á brölti upp stall, takið varlega í grjótið. Leiðin hefst fyrir alvöru á sléttum vegg á litlum köntum og tæpum fótum. Powerhreyfing í geðveikt undirtak og svo eru nokkrar tæpar hreyfingar til viðbótar upp að litlu þaki og yfir það. Eftir það er smá slabb, kantar og fótavinna. Orginal leiðin er hugsuð beint upp feisið án þess að taka út fyrir hornin hægra eða vinstra megin og ekki nota stóru juggarana í hliðunum (áberandi góð tök). Ef allt er notað er leiðin mun léttari, 5.10a. En endilega smakkið á henni og gefið álit. 9 boltar í leiðinni. Fyrst leidd af Þórði Sævarssyni sem boltaði ásamt Sigurði Tómasi Þórissyni.

Leave a Reply

Skip to toolbar