Tag Archives: dótaklifur

Vestrahorn

We took a road trip to this place last summer and the two day bouldering session turned out to be more than we expected!

This place offers great bouldering and if you dont want to go there just to climb boulders then you have trad and sport multipitch cliffs to treat your nerves with.

Vestrahorn is the biggest Gabbro intrusion in iceland.

Leiðir:
Mr. X 6b
Kjarra dyno 6b+
Svartbakur 7c
Two against nature 7b
Grjót löndun 7b

Stardalur

Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.

Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.

Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum  Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.

kort
Sectorar í Stardal

Ferð til Kanada og Ameríku

Robbi klifrar í Joshua TreeVinirnir Ásbjörn, Róbert, Daníel, Ingvar og Rannveig komu á dögunum úr hetjuferð sinni til Kanada og Ameríku. Hópurinn sem var styrktur af fyrirtækjum og félögum lagði af stað 4. janúar síðastliðinn og kom heim til Íslands í lok apríl.

Ferðin byrjaði í Seattle í Bandaríkjunum. Þar verslaði hópurinn sér bíl sem var svo ekið til Kanada þar sem var skíðað og ísklifrað. Eftir þriggja mánaða veru í Kanada var svo haldið til Ameríku þar sem var meðal annars klifrað í Joshua Tree og Red Rocks.

Áður en lagt var af stað í ferðina kom hópurinn sér upp heimasíðu þar sem er hægt að lesa um ferðina og skoða flott video sem þau settu inn.

Smella hér til að sjá nánar úr ferð.

Skip to toolbar