Tag Archives: klifursvæði

Ósfell

Ósfell er grjótglímusvæði nálægt Hólmavík. Í kringum Hólmavík liggja mörg klettabelti en úr einu þeirra fyrir neðan Ósfell hafa nokkrir flottir steinar hrunið úr og myndað þetta ágæta klifursvæði. Bergið hentar mjög vel til klifurs og lendingarnar eru yfirleytt mjög fínar.

Steinarnir eru sumir hverjir mjög flottir, sérstaklega einn sem er áberandi stór steinn ofarlega á svæðinu sem hefur rúllað hvað lengst frá klettabeltinu. Allar hliðar steinsins eru yfirhangandi og á honum hafa verið klifraðir nokkrir mjög flottir probbar. Steinnin hefur stundum verið kallaður Rósin vegna þess hvernig hann er í laginu.

Hafið í huga að klifursvæðið er inni á landi fólksins í Ós og skulum við því vera tillitssöm og ganga einstaklega vel um svæðið.

Setja inn klifursvæði

Allir notendur Klifur.is geta bætt við nýju klifursvæði (Crag).

Setja inn klifursvæði (skref)

  1. Skrá sig inn (log in)
  2. Bæta við nýjum póst með því að smella á +New takkann (efst)
  3. Undir ‘Categories’ velja ‘Crag’
  4. Setja inn upplýsingar

Nánar

Í efsta textagluggann er sett inn almennar upplýsingar um klifursvæðið, aðstöðu, tegund bergs, aðgengi að klettum, aðgengi að vatni o.s.frv. Einnig má hér setja inn myndir (gallerí) af svæðinu.

Í Directions setur þú inn hvernig maður kemst þangað.

Í Type of climbing  hakar þú við tegund klifurs eins og við á. Klifursvæði getur haft fleiri en eina tegund klifurs.

Gott er að vanda sig þegar maður setur inn staðsetningu klifursvæðisins í Map, sérstaklega ef það er erfitt að finna svæðið.

Banner Image er myndin sem byrtist efst á hverri klifursvæði síðu. Best er að crop-a myndina í u.þ.b. rétt hlutföll áður en myndin er sett inn.

Til að setja inn Video er notaður embed kóðinn. Nánar hér.

 

Skip to toolbar