Tag Archives: mót
Þriðja mót vetrarins
Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.
Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.
Myndir frá mótinu eru komnar á fésbókina.
12 ára og yngri:
1. Guðmundur Freyr Arnarsson 108 stig
2. Davíð Jónsson 79 stig
3. Sveinn Brynjar 70 stig
1. Ríkey 91 stig
2. Helena Hrund 88 stig
3. Sara Dögg 63 stig
13-15 ára:
1. og 2. Helgi Ólafsson og Hilmar Ómarsson 129 stig
3. Stefán 108 stig
1. Bryndís 77 stig
16 ára og eldri:
1. Kjartan Björnsson 201 stig
2. Andri Már Gunnarsson 187 stig
3. Kjartan Jónsson 183 stig
1. Kristín Martha Hákonardóttir 88 stig
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 86 stig
3. Vilborg Hlöðversdóttir 81 stig
Annað klifurmót vetrarins í KH
Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.
Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.
Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti
Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti
Eðlustökksmót Klifurhússins
Dænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.
Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Valdi í Köben
Valdimar Björnsson skellti sér til Köben í þarseinustu viku og tók þátt á dönsku boulder móti, tour de block sem haldið var í Roskilde. Valdi lenti í 3. sæti og fannst mjög gaman.
Myndir frá mótinu má sjá hér.
Klifur á Höfðatorgi
Stórviðburður mun eiga sér stað á Höfðatorgi á Menningarnótt, en þá munu allir bestu og hörðustu klifrarar landsins koma saman og keppa í hraðaklifri. Í keppninni sem er á vegum Klifurhússins verður klifrað á einum turninum á Höfðatorgi sem er 7 hæðir og 25 metrar. Skráning fer fram á Höfðatorgi fyrir keppni. Skilyrði er að vera vanur klifrari.
Menningarnóttin sem að vana er á 22. ágúst er að þessu sinni tileinkuð húsunum í borginni og af því tilefni verðu turninn sjálfur opinn almenningi sem getur skellt sér á nítjándu hæð og skoðað útsýnið.