Tag Archives: myndir

Hnappavellir 28. ágúst ´09

Annað skiptið sem ég klifra á Hnappavöllum og veðrið klikkaði auðvitað ekki! Ég, Eyþór og Andri fórum saman í bíl á föstudagskvöldið. Við héldum okkur vel vakandi á leiðinni og mættum eldhressir á svæðið kl 02:00 um nóttina og af því að við erum svo umhiggjusamir vöktum við Rakel og Kjarra (sofandi inní bíl) svo að þaug gætu tjaldað tjaldinu sínu.

Allir vöknuðu kl 9 um morguninn og voru hæst ánægð með það. Sérstaklega Rakel og Kjarri. Við smelltum í okkur smá morgunmat og byrjuðum að klifra!

Kristó, Lóa og Ásrún komu síðan um miðjan dag og þá byrjuðu kraftaverkin! Kristó, Andri, Eyþór og Valdi fóru að bouldera á meðan ég og stelpurnar klifruðum einhvað örlítið erfiðara í línu. Er ekki með á hreinu hversu erfitt allir fóru en eitt er víst að allir skemtu sér vel enda veðrið geðveikt alla helgina!

Við fórum síðan heim á sunnudaginn dauðþreitt og skildum meirihlutann af puttaskinninu okkar eftir.

Ein mynd segir meira en þúsund orð þannig að ég hef þetta ekki lengra að sinni.

Adios Amigos!

Þriðja mót vetrarins

Kjartan klifrar á nýmáluðum veggnum

Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.

Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.

Myndir frá mótinu eru komnar á fésbókina.

12 ára og yngri:
1. Guðmundur Freyr Arnarsson 108 stig
2. Davíð Jónsson 79 stig
3. Sveinn Brynjar 70 stig

1. Ríkey 91 stig
2. Helena Hrund 88 stig
3. Sara Dögg 63 stig

13-15 ára:
1. og 2. Helgi Ólafsson og Hilmar Ómarsson 129 stig
3. Stefán 108 stig

1. Bryndís 77 stig

16 ára og eldri:
1. Kjartan Björnsson 201 stig
2. Andri Már Gunnarsson 187 stig
3. Kjartan Jónsson 183 stig

1. Kristín Martha Hákonardóttir 88 stig
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 86 stig
3. Vilborg Hlöðversdóttir 81 stig

Annað klifurmót vetrarins í KH

Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.

 

Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.

Sjá myndir.

Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti

Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti

Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti

Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti

Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti

Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti

Eðlustökksmót Klifurhússins

Elmar reynir að slá ÍslandsmetiðDænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.

Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.

Grjótglíma

Grjótglíma (boulder)

Grjótglímur er hægt að stunda bæði innan- og utanhúss. Oftast er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem eru um 2 til 3 metrar á hæð. Þú ert ekki bundinn af því að vera með félaga til þess að stunda grjótglímu eins og í sportklifri. Það er samt sem áður þannig að þetta er sú grein klifurs þar sem félagsskapurinn er hvað mestur. Oft myndast mikil stemming meðal klifrara þegar margir koma saman við að leysa grjótglímuþrautir.

Búnaður

Til þess að stunda grjótglímu þarf aðeins klifurskó og kalkpoka. Þegar farið er út í náttúruna að klifra í klettum er samt einnig æskilegt að vera með dýnu.

TútturkalkpokiDýna

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru þó nokkur grjótglímuklifursvæði í Reykjavík og nágrenni. Það stærsta er Jósepsdalur en einnig eru minni svæði í Öskjuhlíð og Hafnarfirðinum.

Námskeið

Það er ekki nauðsynlegt að sækja námskeið til þess að fara að stunda þessa tegund klifurs. Margir byrja bara á því að kaupa sér aðgangskort í klifursal. Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á veturna í Klifurhúsinu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Skip to toolbar